A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 3. j˙lÝá2014

Ums÷gn FV um starfsemi Sřslumanns og L÷greglu ß Vestfj÷r­um

Innanríkisráðuneyti lagði fram 6. júní 2014 umræðuskjal er varðar undirbúning reglugerða á grundvelli nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkis í héraði og breytingu á lögreglulögum. Landshlutasamtök sveitarfélaga eiga lögum samkvæmt rétt á að skila umsögn um fyrirkomlag þessara mála innan síns landshluta.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) leitaði álits aðildarsveitarfélaga sinna á framangreindu umræðuskjölum stjórn FV fjallaði síðan um málið á fundi sínum þann 26. júní s.l. og gerði eftirfarandi samþykkt;

"Til grundvallar verði settar fram tillögur um að aðalskrifstofa lögreglu verði á Patreksfirði og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Ísafirði. Fjármagn verði aukið til að tryggja stöðugildi löglærðra fulltrúa á öllum sýsluskrifstofum. Að auki verði tryggt að fjármagn sé í takti við erfiða stöðu heilsárssamgangna þannig að greið samskipti (ferðalög) séu á milli starfstöðva sýslumanna og lögreglu líkt og í öðrum landshlutum."

 

Á grundvelli samþykktar stjórnar FV var send umsögn til innanríkisráðuneytis, meginatriði umsagnar er sem hér segir en umsögnina í heild má nálgast hér

 

Varðandi valkost um ný umdæmamörk þá leggur FV áherslu á að umdæmamörk falli að núverandi umdæmamörkum landshlutasamtaka og varast ber aðgerðir sem leiði til þess að sveitarfélög finni sig knúinn að fara úr samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

Hvað varðar valkosti er tengjast að draga úr röskun á skipulagi og tryggingu þjónustu embættana, þá leggur FV áherslu á að efla faglegt sjálfstæði sýsluskrifstofa sem heyra undir Sýslumanninn á Vestfjörðum. Fyrir það fyrsta eru það rök er varða erfiðar heilsárssamgöngur sem koma í veg fyrir að íbúar sveitarfélaganna eigi kost á að sækja þjónustu til aðalskrifstofu viðkomandi embættis. Í annan stað með því að efla faglegt sjálfstæði skrifstofa sýslumanns verði fyrst mögulegt að fela þeim víðtækari/sérhæfðari verkefni en almenna þjónustu. Í þriðja lagi yrði að horfa til þess samdráttar sem hefur átt sér stað á undanförnum árum í starfsemi embætta á Hólmavík og Patreksfirði og nýta eigi þetta tækifæri til að bæta þar úr.

 

Varðandi valkost að aðalskrifstofa sýslumannsembættis verði í öðru bæjarfélagi en aðalstöð lögregluembættis. Þannig megi komast hjá röskun í byggðalegu tilliti. Hér telur FV að tillaga um flutning aðalskrifstofu sýslumann frá Ísafirði til Bolungarvíkur þarfnast nánari skýringar við, ef grunnur þeirrar tillögu er byggðaröskun. Byggðaröskun á engan veginn við ef vísað er til erfiðra samgangna, en stutt vegalengd á heilsársvegi og ásamt jarðgöngum tengja þessi tvö sveitarfélög í eitt atvinnu og þjónustusvæði. Hinsvegar ef horft er til íbúaþróunar á síðustu árum þá hefur íbúum á norðanverðum Vestfjörðum fækkað og mikilvægt að halda í þau störf sem til staðar eru. En ef litið er til lengri tíma s.s. 10 ára þá má segja að íbúaþróun á Ströndum og Reykhólahreppi sé viðkvæm. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur íbúum fjölgað að nýju á síðustu 4 árum eftir að hafa fækkað mikið á síðustu tveim áratugum. Það er þó fjarri því að svæðið hafi náð fyrri styrk. Öll framangreind svæði búa því við byggðaröskun og tilflutningur aðalskrifstofu getur aukið vanda eins svæðis á kostnað hins. Ef tekið er mið að umfangi starfsemi þá mætti fremur leggja til að að embætti lögreglustjóra yrði flutt til Patreksfjarðar fremur en flutning aðalskrifstofu sýslumanns.

 

Í raun er gerð umsagnar um skipulag framkvæmdarvalds á Vestfjörðum vankvæðum bundnar. FV vill nefna tvö meginatriði, annars vegar að aðrar áætlanir stjórnvalda um tilflutning verkefna liggja ekki fyrir. Hér skal vísað til að ekki sé kunnugt um framkvæmd bráðabrigðaákvæði laganna , sem mælir fyrir um gerð aðgerðaráætlunar innanríkisráðherra og forsætisráðherra um afmörkun stjórnsýsluverkefna. Hér skal einnig vísað til að ólokið er úrvinnslu hugmynda Hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Seinna atriðið er, að ekki fyrirséð hvenær nauðsynlegum samgönguúrbótum er tryggi heilsárssamgöngur milli svæða verður endanlega lokið. Má segja að umsagnir sveitarfélaganna á Vestfjörðum endurspegli þessa stöðu m.a. að sveitarfélagið Vesturbyggð lætur að því liggja að því sé ekki sætt í samstarfi innan landshlutans. Ísafjarðarbær leggur áherslu á uppbyggingu sterks þjónustukjarna í slíku samstarfi. Það hlýtur að vera fjarri markmiðum stjórnvalda að verið sé að raska áratuga löngu samstarfi sveitarfélaga við útfærslu tillagana um fyrirkomalag framkvæmdavalds í héraði.

 

FV leggur því til að aðalskrifstofa sýslumanns verði staðsett á Ísafirði en jafnframt verði starfsemi sýsluskrifstofa í Bolungarvík og á Hólmavík og Patreksfirði efld verulega. Aðalskrifstofa lögreglu verði staðsett á Patreksfirði og starfsemi lögreglu verði í takt við íbúafjölda og umfang atvinnulífs á hinum þrem atvinnu og þjónustusvæðum á Vestfjörðum. Minnt er á að löggjafinn taldi mikilvægt að tekið yrði til sérstöðu Vestmannaeyja við afgreiðslu frumvarpsins m.t.t. landfræðilegrar einangrunar, íbúafjölda og umfang atvinnulífs. FV telur að sömu sjónarmið gildi fyrir Vestfirði við útfærslu þessa verkefnis.

 

Til vara leggur FV til að endanleg ákvörðun um staðsetningu aðalskrifstofu sýslumanns og lögreglu verði frestað, þar til fyrir liggi afmörkun stjórnsýsluverkefna ráðuneyta og undirstofnana þeirra um þau verkefni sem teljast ákjósanleg til flutnings á embættin. Þannig skapist svigrúm til að jafna verkefnum niður en samt halda í ákveðna stærð aðalskrifstofu sýslumanns og aðalskrifstofu lögreglu.

Svipmynd