| fimmtudagurinn 1. nˇvemberá2007

Umsˇknarfrestur til Mennningarrß­s a­ renna ˙t

Umsóknarfrestur til Menningarráðs Vestfjarða vegna styrkja árið 2007 rennur út föstudaginn 2. nóvember. Upplýsingar og styrkina og úthlutunarreglur má finna undir liðnum Styrkir hér til hægri á síðunni. Þar er einnig hægt að ná í umsóknareyðublað eða senda styrkumsókn rafrænt í gegnum netið.

Tekið er við umsóknum sem sendar eru rafrænt gegnum netið til miðnættis föstudagskvöldið 2. nóvember, en umsóknir sem sendar eru með pósti þurfa að vera póststimlaðar þann dag. Menningarráð hvetur alla þá sem eru að velta fyrir sér að senda inn umsókn að bretta upp ermarnar, hefjast handa og gera sitt besta.

Það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá.

Svipmynd