DÝana Jˇhannsdˇttir | f÷studagurinn 24. ßg˙stá2012

Undirb˙ningur 57. Fjˇr­ungs■ings Vestfir­inga stendur yfir

Undirbúningur vegna 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið verður 7. og 8. september nk. er í fullum gangi. Þingið hefst kl: 09:00 á föstudeginum, 7. september, í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Gögn tengd þinginu er að finna hér á síðu sambandsins undir flipanum Fjórðungsþing.

 

Nokkur breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi þingsins í ár og mun seinni dagur þingsins, laugardagurinn 8. september, að mestu fara í stefnumótun vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða. Boðaðir hafa verið auk sveitarstjórnarfulltrúa helstu hagsmunaaðilar til að taka þátt í stefnumótuninni.


Þess má einnig geta að aðalfundur Menningarráðs Vestfjarða verður haldinn á Bíldudal strax í framhaldi af vinnu að stefnumótun vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða.

 

Ef óskað er frekari upplýsinga vegna Fjórðungsþings er hægt að hafa samband í síma 450-3000 eða netfangið skrifstofa@fjordungssambands.is

Svipmynd