| mi­vikudagurinn 2. febr˙ará2011

Upptaka frß mßl■ingi um ritsko­un

Laugardaginn 29. janúar 2011 var efnt til málþings um ritskoðun og menningu í söfnum og sýningarrýmum og var það haldið á vegum Rannsóknaseturs í safnafræði við Háskóla Íslands. Nú er hægt að nálgast upptöku frá málþinginu um ritskoðun á slóðinni: http://vimeo.com/19455693

Efninu var þannig lýst í fréttatilkynningu:

"Opinber umræða um ritskoðun, þöggun og skoðanakúgun á Íslandi hefur verið í lágmarki. En nú eru aðrir tímar. Efnahagslegt hrun haustið 2008 varð til þess að farið var að ræða um endurreisn og endurmat af miklu kappi fyrir flest svið þjóðlífsins. En hvað um söfn og sýningarrými? Hver er að hugsa um endurreisn og endurmat í því samhengi? Eiga slík rými eitthvað erindi inn í umræður um ritskoðun, þöggun, skoðanakúgun, endurreisn og endurmat? Hvert er hlutverk safna í lýðræðislegri umræðu eða bælingu jafnvel þöggun skoðana? Hver er samfélagsleg skylda safna til að sporna við þöggun?

Er það hlutverk safna að vera siðgæðisvörður? Hvert er hlutverk listamanna, fræðimanna eða sýninga í að fjalla um ritskoðun, þöggun og skoðanakúgun? Er svigrúm fyrir þessa aðila til þess að taka slíkt til umfjöllunar? Til hvaða bragðs á að taka veki sýning hörð viðbrögð og "fari yfir strikið"? Hvað er þetta "strik" og hver býr það til? Hvert er hlutverk opinberra aðila í slíkum aðstæðum? En fjölmiðla? En menntamanna? Hversu langt á að ganga í málamiðlun sýnenda, sýningastjóra, stjórnenda, gesta safna og sýningarrýma? Hvert er hlutverk gesta í að veita söfnum, sýningum, sýnendum og jafnvel öðrum gestum aðhald?

Þátttakendur í pallborði voru:
Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamaður
Birta Guðjónsdóttir, safnstjóri og listamaður
Hannes Lárusson, listamaður
Haukur Már Helgason, heimspekingur
Birna Kristjánsdóttir, sérfræðingur
Jón Ólafsson, heimspekingur
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri

Stjórnandi var Hjálmar Sveinsson.

Svipmynd