SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mi­vikudagurinn 19. septemberá2018

Verkefnastjˇrar Ý Vesturbygg­

١rkatla og Silja
١rkatla og Silja

Tveir nýjir verkefnastjórar hafa tekið til starfa hjá Vestfjarðastofu og munu sinna verkefnum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar. 

Silja Baldvinsdóttir er viðskiptafræðingur og með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Silja ólst upp á Reyðarfirði og hefur búið á Bíldudal í átta ár og rekið þar farfuglaheimili og starfaði áður sem gæðastjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu. 

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands, Diplomu í félagsfræði frá sama skóla og stundaði MA nám í þróunarfræði og alþjóðasamskiptum frá Álaborgarháskóla. Þórkatla er uppalin á Patreksfirði og flutti nýlega aftur „heim“. Þórkatla starfaði síðast í Suður-Afríku hjá samtökunum Embrace Dignity og vann áður sem menntunar- og uppeldisfulltrúi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 

Silja og Þórkatla munu báðar vinna frá starfsstöð Vestfjarðastofu á Patreksfirði og hófu störf 17. september.

Svipmynd