A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 5. j˙lÝá2012

Vestfjar­avegur 60. Kynning ß dr÷gum ß matsߊtlun.

Vegagerðin hefur auglýst á heimsíðu sinni tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. D1, H og I.  Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og koma á móts við kröfu íbúa að endurbætur á þessum vegkafla í Gufudalssveit og Reykhólasveit miðist við láglendisveg.

 

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vef Vegagerðarinnar, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum og segir þar að almenningur geti gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur settur til til 7. ágúst 2012. Athugasemdir skal  senda með tölvupósti til kristjan.kristjansson@vegagerdin.is og helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is, eða til Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík.

Drög að tillögu að matsáætlun

Teikningar

Svipmynd