| f÷studagurinn 28. marsá2008

Vinnuhelgi Ý SjˇrŠningjah˙sinu ß Patreksfir­i

Gamla smiðjan á Vatneyri tekur örum breytingum þessa dagana. Um páskana var unnið við málningarvinnu og hönnun fyrsta hluta sýningar um sjórán og sjóræningja við Vestfirðir ásamt útileiksvæði fyrir börn á öllum aldri vel á veg komin. Þegar blaðamann Tíðis bar að garði voru nokkur sæskrímsli nýfarin en þau brugðu sér í bíltúr frá Bíldudal þar sem einnig var unnið að sýningargerð um páskana.

Komandi helgi verður líf og fjör í smiðjunni en blásið hefur verið til vinnuhelgar dagana 29. og 30. mars. Þónokkrir sjóræningjavinir hafa boðað komu sína og eru allir velkomnir, hvort sem þeir vilja taka til hendinni eða bara reka inn nefið til að skoða.

Sjóræningjar á Patreksfirði hafa einnig opnað heimasíðu. Hún er ennþá í vinnslu en í byrjun verður samt sem áður hægt að fylgjast með fréttum. Slóðin er www.sjoraeningjahusid.is.

Þessi frétt er afrituð af fréttavefnum Tíðis á slóðinni www.patreskfjordur.is og birt hér lítið breytt.

Svipmynd