| f÷studagurinn 3. aprÝlá2009

Vori­ gˇ­a

Tónlistarmaðurinn Þröstur Jóhannesson vinnur nú hörðum höndum að sinni annarri hljómplötu sem ber heitið Vorið góða. Þrjú ár eru liðin síðan fyrsta plata Þrastar Aðrir sálmar kom út og hlaut hún frábærra dóma og viðtökur. Fríður flokkur hljóðfæraleikara er Þresti til halds og traust á Vorinu góða og hefur sá ágæti flokkur hlotið nafnið Þúfutittlingarnir. 

Þúfutittlingarnir eru Stefán Freyr Baldursson gítar, Valdimar Olgeirsson kontrabassi, Halldór Smárason píanó og Tumi Þór Jóhannsson trommur. Einnig kemur Ragnheiður Eirríksdóttir (Heiða kennd við hljómsveitina Unun og Hellvar) við sögu á plötunni og syngur dúett á móti Þresti í laginu: Lóan syngur direndí. Líkt og á fyrri plötu sinni Aðrir sálmar blandar Þröstur saman eigin ljóðum og ljóðum þjóðþekktra skálda. Ljóð eftir þá Bólu Hjálmar og Jónas Hallgrímsson eru þar á meðal.  


Fyrirhugaður útgáfudagur Vorsins góða er 8. apríl næstkomandi og mun Þröstur ásamt Þúfutittlingunum í tilefna þessa blása til útgáfutónleika í Hömrum á Ísafirði kl 21:00 þann dag. 

Svipmynd