Vortónleikar tónlistarnema verða í útibúum Tónlistarskóla Ísafjarðar á Flateyri og Suðureyri í kvöld og á Þingeyri á morgun. Tónleikarnir á Flateyri verða í mötuneyti Eyrarodda og hefjast kl. 18. Þar verður leikið á píanó, gítar og trommur auk söngatriða. Þá munu grunnskólanemar á Flateyri sýna dans undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur. Tónlistarkennarar við útibúið eru þau Bryndís Gunnarsdóttir, Þröstur Jóhannesson og Önundur Pálsson, en umsjón með útibúinu hefur Hulda Bragadóttir. Tónleikarnir á Suðureyri verða í Bjarnaborg og hefjast kl. 20. Þar verður fjölbreytt dagskrá, einleikur og samleikur á ýmis hljóðfæri í umsjón Lech Szyszko.

Vortónleikar tónlistarnema á Þingeyri fara fram í félagsheimili þorpsins kl. 17 á morgun. Þar annast tónlistarhjónin Krista og Raivo Sildoja fjölbreytta tónlistardagskrá. Á fyrri hluta tónleikanna verður einleikur tónlistarnema en síðari hlutinn er helgaður samleik af ýmsu tagi.

Þetta kemur fram á www.bb.is.

Svipmynd