| sunnudagurinn 4. nˇvemberá2007

═ lit ß Langa Manga

Listakonan Marsibil Kristjánsdóttir opnaði myndlistarsýningu á Langa Manga á Ísafirði í gær. Sýningin er þriðja einkasýning Marsibil á þessu ári og ber yfirskriftina Í lit. Þar bregður listakonan út af venjunni og frá blýantsteikningunum sem hún hefur áður unnið með og eins og nafnið gefur til kynna eru öll verk á sýningunni í lit. Marsibil Kristjánsdóttir er fædd á Þingeyri 1971. Hún hefur hannað leikmyndir, brúður og leikmuni fyrir fjölda leiksýninga m.a. fyrir einleikina Gísli Súrsson, Dimmalimm og Skrímsli. Einnig hannað og unnið ýmiskonar handverk á tré og gler s.s. jólasveina og galdrastafi. Hún hefur sett upp einkasýningar á eftirtöldum stöðum: Veitingastofan Vegamót á Bíldudal, Café Mílanó í Reykjavík, Langi Mangi á Ísafirði, Hótel Flókalundur, Gallerí Koltra á Þingeyri, The Commedia School í Kaupmannahöfn og í Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Frá þessu segir á bb.is.
| fimmtudagurinn 1. nˇvemberá2007

Umsˇknarfrestur til Mennningarrß­s a­ renna ˙t

Umsóknarfrestur til Menningarráðs Vestfjarða vegna styrkja árið 2007 rennur út föstudaginn 2. nóvember. Upplýsingar og styrkina og úthlutunarreglur má finna undir liðnum Styrkir hér til hægri á síðunni. Þar er einnig hægt að ná í umsóknareyðublað eða senda styrkumsókn rafrænt í gegnum netið.

Tekið er við umsóknum sem sendar eru rafrænt gegnum netið til miðnættis föstudagskvöldið 2. nóvember, en umsóknir sem sendar eru með pósti þurfa að vera póststimlaðar þann dag. Menningarráð hvetur alla þá sem eru að velta fyrir sér að senda inn umsókn að bretta upp ermarnar, hefjast handa og gera sitt besta.

Það eru aðeins þeir sem róa til fiskjar sem fá.
| mßnudagurinn 29. oktˇberá2007

╔g bi­ a­ heilsa ľ Jˇnasardagskrß ß ═safir­i

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Þröst Jóhannesson, tónlistarmann, frumsýnir ljóðaleikinn Ég bið að heilsa miðvikudaginn 7. nóvember á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði. Leikurinn er settur upp í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar sem er 16. nóvember næstkomandi. Jónas eða Listaskáldið góða eins og hann er nefndur er eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Í þessum leik verða flutt ljóð skáldsins í tali og tónum. Meðal ljóða í leiknum eru Móðurást, Gunnarshólmi, Vísur Íslendinga, Ferðalok og síðast en ekki síst Ég bið að heilsa.

Leikarinn Elfar Logi Hannesson flytur ljóðin í leik og tali og Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð skáldsins. Frumsýning er eins og áður segir miðvikudaginn 7. nóvember á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði og hefst kl.20.00. Boðið verður upp á tvennskonar miðaverð. Mat og leiksýningu á krónur 2.900.- og hefst maturinn kl.19.00. Einnig er hægt að kaupa bara miða á sýninguna og kostar hann aðeins 1.500.-krónur. Miðapantanir eru í síma: 456-3360. Önnur sýning á ljóðaleiknum Ég bið að heilsa er svo viku síðar eða miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.00.

Svipmynd