Impra hefur auglýst hefur eftir styrkumsóknum til Átaks til atvinnusköpunar og er umsóknarfrestur til 3. nóvember. Það er Iðnaðarráðuneytið sem veitir þessa styrki og á síðustu árum hafa mörg verkefni sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu víða um land fengið styrki úr þessum sjóði. Verkefni sem eru á fyrstu stigum nýsköpunar og munu skapa störf eiga mesta möguleika á styrkjum, en þeir geta mest verið 50% af heildarkostnaði við verkefni. Menningarráð Vestfjarða hvetur Vestfirðinga sem eru að hefja verkefni sem leiða munu til atvinnusköpunar til að sækja um, en allar nánari upplýsingar má finna undir þessum tengli.  
| mßnudagurinn 15. oktˇberá2007

Minnisvar­i vi­ Mikladalsß afhj˙pa­ur

Sr. Leifur R. Jˇnsson og Ingveldur Hjartardˇttir vi­ afhj˙pun minnisvar­ans - www.patreksfjordur.is
Sr. Leifur R. Jˇnsson og Ingveldur Hjartardˇttir vi­ afhj˙pun minnisvar­ans - www.patreksfjordur.is
Þann 13. október var afhjúpaður minnisvarði við Mikladalsá við Patreksfjörð um Guðrúnu Valdadóttur sem drekkt var í ánni árið 1754, Guðrún þessi var dæmd til dauða samkvæmt Stóradómi fyrir þær sakir að hafa lagst með feðgum. Úrdrátt úr sögu Guðrúnar má lesa á skilti við minnisvarðann og í ritverkinu Þjóðsögum og þáttum eftir Einar Guðmundsson má síðan lesa nánar um hana.

Kvenfélagið Sif á Patreksfirði lét reisa steininn samkvæmt tillögu frá þeim Guðný Elínborgardóttur, Karólínu Guðrúnu Jónsdóttur og Ingveldi Hjartardóttur, en sú síðastnefnda hafði lengi vitað af sögunni og haft áhuga á að koma henni til vitundar almennings. Bar Ingveldur upp tillöguna á aðalfundi Kvenfélagsins árið 2006 þar sem hún var einróma samþykkt og kom það í hlut Ingveldar að afhjúpa minnisvarðann. Vilja Kvenfélagskonur minnast kynsystur sinnar og hörmulegra örlaga hennar með þessum hætti og líta einnig á þetta sem viðleitni til að vekja áhuga á sögunni í sínu nánasta umhverfi.

Viðstöddum var boðið í kaffi og konfekt í safnaðarheimilinu, þar sem Anna Guðmundsdóttir formaður Kvenfélagsins sagði sögu Guðrúnar Valdadóttur og fleiri tóku til máls. Kvenfélagskonur þakka Eiði Thoroddsen og Geir Gestssyni sem áttu ómæld handtökin við uppsetningu verksins, einnig Árna Bárðarsyni, Þórólfi Halldórssyni, Helga Árnasyni, Páli Haukssyni og öðrum sem komu að verkinu. Vélsmiðjunni Loga er einnig þakkað, en fyrirtækið smíðaði og gaf festingar undir upplýsingaskilti.

Frá þessu er sagt á vefnum www.patreksfjordur.is.
| mßnudagurinn 15. oktˇberá2007

Gummi Jˇns heimsŠkir Vestfir­i

Gu­mundur Jˇnsson
Gu­mundur Jˇnsson
Út er komin diskurinn Fuður með Guðmundi Jónssyni, lagasmiðnum góðkunna úr Sálinni hans Jóns míns. Diskurinn er jafnframt endahnykkurinn á þríleik hans Japl, Jaml og Fuður. Öll lög og textar eru glæný eftir Gumma.

Strax í kjölfar útkomu Fuðurs mun Gummi, með fulltyngi kassagítars halda í hljómleikaferð um landið þvert og endilangt og flytja efni af þríleiknum áðurnefnda, ásamt velvöldum ópusum úr öðrum áttum. Gummi mun spila á þremur stöðum á Vestfjörðum í ferðinni, á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 17. október, í Kjallaranum í Einarshúsi í Bolungarvík fimmtudaginn 18. október og á Langa Manga á Ísafirði föstudaginn 19. október. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 á öllum stöðunum.

Frá þessu er sagt á www.vikari.is og www.gummijons.is.

Svipmynd

Kirkja Ý Nuuk