Styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík föstudaginn 7. desember 2007. Við athöfnina fluttu Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs Vestfjarða og Eiríkur Þorláksson fulltrúi Menntamálaráðuneytisins erindi, en athöfninni stjórnaði Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða kynnti síðan niðurstöður Menningarráðsins varðandi styrkveitingar árið 2007 áður en boðið var upp á léttar veitingar. Menningaratriði voru auk þess á dagskránni, brot af því besta úr vestfirsku menningarlífi. Hægt er að nálgast yfirlit yfir þau verkefni sem fengu styrki hér á síðunni undir tenglinum Styrkir.
| mßnudagurinn 3. desemberá2007

Menningarrß­ ˙thlutar styrkjum 2007 nk. f÷studag

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið yfirferð styrkumsókna og tekið ákvörðun um úthlutun á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007. Alls bárust 104 umsóknir um stuðning, samtals að upphæð rúmar 72,5 milljónir kr. Menningarráðið hefur nú samþykkt að veita styrki til 52 verkefna árið 2007, samtals að upphæð rúmar 20 milljónir.

Menningarfulltrúi Vestfjarða mun í dag og á morgun senda öllum umsækjendum svör með niðurstöðum varðandi umsóknir þeirra.

Næstkomandi föstudag, þann 7. desember kl. 14:00, mun Menningarráð Vestfjarða síðan úthluta verkefnastyrkjum vegna ársins 2007 við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Þess er eindregið vænst að fulltrúi eða fulltrúar styrkhafa mæti á úthlutunina, en láti vita í netfangið menning@vestfirdir.is ef enginn kemur fyrir þeirra hönd.
| f÷studagurinn 30. nˇvemberá2007

Hljˇ­bˇk me­ ■jˇ­s÷gum ˙r ═safjar­arbŠ

Kómedíuleikhúsið vinnur nú að útgáfu hljóðbókarinnar Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ og er hún væntanleg á markaðinn næstu daga. Ísafjarðarbær er mikið og stórt sagnasvæði sem nær allt frá Dýrafirði til Hornstranda. Á þessari hljóðbók eru 33 þjóðsögur sem er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Sögurnar eru sóttar í hin ýmsu þjóðsagnasöfn einsog safn Jóns Árnasonar og Arngríms Fr. Bjarnasonar. Það er Kómedíuleikarinn sem flytur sögurnar. Hljóðbókin er nú í fjölföldun og ætti að vera komin á markaðinn í byrjun desember.

Þetta er önnur hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út en í vor sendi Kómedía frá sér bókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð. Hljóðbækurnar fást í vefverslun Kómedíuleikhússins www.komedia.is og er þegar byrjað að taka við pöntunum á nýju hljóðbókinni, Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Einnig eru hljóðbækurnar til sölu á Hótel Ísafirði, í versluninni Orkustein á Ísafirði og Veitingastofunni Vegamót á Bíldudal.

Svipmynd