| fimmtudagurinn 4. október 2007

Menningarvefur opnađur

Fjórđi bekkur ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa og Arnari S. Jónssyni formanni Menningarmálanefndar Strandabyggđar og fulltrúa í stjórn Menningarráđs Vestfjarđa, nýbúinn ađ opna nýja menningarvefinn og breyta ţannig heiminum pínulítiđ.
Fjórđi bekkur ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa og Arnari S. Jónssyni formanni Menningarmálanefndar Strandabyggđar og fulltrúa í stjórn Menningarráđs Vestfjarđa, nýbúinn ađ opna nýja menningarvefinn og breyta ţannig heiminum pínulítiđ.
1 af 3
Í morgun var nýr vefur Menningarráðs Vestfjarða opnaður formlega, hér á slóðinni www.vestfirskmenning.is. Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu, tenglar og upplýsingar um styrki Menningarráðsins ásamt vefformi með umsóknareyðublaði.
 
Það voru nemendur í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem aðstoðuðu Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða við að opna vefinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í morgun, eftir að hafa hlýtt á pistil um nýsköpun og gildi einstaklingsframtaksins í menningarstarfi. Lagt var út frá því hvað hefði breyst til hins betra á Hólmavík og Ströndum frá því nemendurnir sjálfir komu í heiminn fyrir 9 árum. Í framhaldi af því ræddi hópurinn á hvaða sviðum menningar- og félagslífið gæti verið öflugra, hvar sóknarfærin lægju og hvernig nemendurnir sjálfir gætu breytt heiminum til hins betra þegar fram líða stundir ef aðrir verða ekki fyrri til. Að loknum umræðum var svo vefurinn opnaður við mikinn fögnuð.
 
Vefurinn vestfirskmenning.is er unninn í vefumsjónarkerfinu Snerpil sem veffyrirtækið Snerpa á Ísafirði á veg og vanda að. Útlitshönnun var í höndum Ágústs Atlasonar hjá Snerpu. 
| miđvikudagurinn 3. október 2007

Dagskrá um Jónas Hallgrímsson

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Þröst Jóhannesson tónlistarmann vinnur nú að sérstakri afmælisdagskrá á Ísafirði. Tilefnið er 200 ára fæðingarafmæli listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar en eins og alþjóð veit þá er afmælisdagur skáldsins 16. nóvember. Um er að ræða veglega dagskrá þar sem ljóðum úr smiðju skáldsins verður gert skil í tali og tónum en yfir 20 ljóð verða flutt. Dagskráin ber nafn eitt af ástsælustu ljóða Jónasar, Ég bið að heilsa, en meðal annarra ljóða í dagskránni má nefna Vísur Íslendinga, Móðurást, Ferðalok og Gunnarshólmi. 

Afmælisdagskráin Ég bið að heilsa verður frumsýnd miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20:00 á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði sem er staðsettur á Hótel Ísafirði. Önnur sýning verður svo viku síðar eða miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20. Miðasala er þegar hafinn. Miðapantanir eru í síma 456 3360 einnig er hægt að senda tölvupóst á Kómedíuleikhúsið á netfangið komedia@komedia.is.

Frá þessu er sagt á bloggi Kómedíuleikhússins - www.komediuleikhusid.blog.is.
| miđvikudagurinn 3. október 2007

Sauđfjársetur eignast félagsheimiliđ Sćvang

Sólin skein á Sćvang í morgun
Sólin skein á Sćvang í morgun
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var samþykktur afsalssamningur þar sem eignarhluti Strandabyggðar í Félagsheimilinu Sævangi í Tungusveit var afsalaður til Sauðfjárseturs á Ströndum að uppfylltum skilyrðum. Snúast þau m.a. um að húsið verði nýtt undir sýningarhald og menningarstarfsemi og ef starfsemi Sauðfjárseturs leggist af á næstu fimm árum renni eignarhlutinn aftur til sveitarfélagsins. Að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins er þetta mikilvægur áfangi fyrir Sauðfjársetrið og rekstur þess, en jafnframt sé gríðarleg viðhaldsvinna framundan.

Eignarhlutur Strandabyggðar í Sævangi var 66,7% eftir því sem næst er komist, en Ungmennafélagið Hvöt í Tungusveit á þriðja part í húsinu. "Nú eftir þinglýsingu á samningnum og einhverja meiri pappírsvinnu verður lagst yfir fyrirliggjandi viðhaldsverkefni í samráði við meðeigandann og þeim síðan hrundið í framkvæmd eftir því sem fjárráð leyfa," segir Arnar S. Jónsson og bætir við: "Það má segja að það sé beggja hagur að Sauðfjársetrið taki við húsinu af sveitarfélaginu, setrið þarf á sýningarhúsi að halda til framtíðar og það hefur reynst vel að hafa sýninguna og sumarstarfið í Sævangi. Þar eru miklir möguleikar á eflingu starfsins. Sveitarstjórnir sem átt hafa húsið með félögunum í Tungusveit hafa ekki farið í nauðsynlegar en kostnaðarsamar umbætur síðustu áratugi að því frátöldu að Kirkjubólshreppur lét endurnýja eldhúsinnréttinguna í upphafi aldarinnar. Viðamikil viðhaldsverkefni hafa því hlaðist upp. Sævangur er glæsilegt hús sem á skilið að því sé sýnd virðing og það höfum við hugsað okkur að gera. Það á að vera líf og fjör í gömlu félagsheimilunum í sveitum landsins."

Meðal viðhaldsverkefna sem eru fyrirliggjandi er að sögn Arnars að einangra þarf loftið yfir salnum, kaffistofu og sviði, auk þess sem skipta þurfi um járn á þakinu og setja upp þakrennur. Gluggarnir á vesturhliðinni séu ónýtir og setja þurfi tvöfalt gler í alla aðra glugga hússins. Taka þurfi orkufreka og bilanagjarna olíumiðstöð í húsinu úr umferð og setja rafmagnsofna eða kyndingu með varmadælum í sal, svið og kaffistofu auk þess sem hita þurfi upp kjallarann undir sviðinu. Tröppur þurfi verulegra múrviðgerða við og taka þurfi upp gólfið í kaffistofu og salnum og styrkja undirstöðurnar. Húsið var klætt fyrir meira en áratug, en klæðningin hefur reynst illa og er víða skemmd og ósjáleg.

Frá þessu segir á www.strandir.is.

Svipmynd