| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

Minningartˇnleikar um SigrÝ­i og Ragnar H. Ragnar

═safjar­arkirkja
═safjar­arkirkja
Franskur fiðlusnillingur, Gilles Apap, er kominn til Ísafjarðar ásamt fríðu föruneyti. Kemur hann fram á árlegum minningartónleikum um hjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar, en þau stýrðu Tónlistarskóla Ísafjarðar um áratuga skeið og undir stjórn þeirra varð Tónlistarskóli Ísafjarðar öflug menningarstofnun. Balzamersveitin Bardukha og Hjörleifur Valsson koma einnig fram á tónleikunum, sem og Íslenska kammersveitin sem er skipuð 15 hljóðfæraleikurum.

Tónleikarnir verða í Ísafjarðarkirkju og hefjast kl. 20:00, miðvikudaginn 3. október. Fyrir hlé verða flutt verk eftir Bartók og Bach, auk fjölbreytts úrvals þjóðlaga. Eftir hlé leika Gilles Apap og kammersveitin fiðlukonsert Mozarts nr. 4 í D-dúr.

Gilles Apap er þrautreyndur leiðbeinandi og kennari og mun hann halda kynningu fyrir nemendur og kennara Tónlistarskóla Ísafjarðar í Hömrum á morgun kl. 17:30. Þá mun hann einnig vinna með fyrsta árs tónlistarnemum Listaháskóla Íslands sem eru í sinni árlegu Ísafjarðarheimsókn dagana 1.-5. október.

Þess má geta að í för með Apap og félögum eru fiðlusmiðurinn Christophe Landon sem er í hópi bestu fiðlusmiða heims og kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson sem ætlar að gera heimildamynd um ferð snillingsins hingað til lands.

| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

KvikmyndahßtÝ­ ß ═safir­i

Sex kvikmyndir alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir í Reykjavík verða sýndar á Ísafirði dagana 3.-5. október. Fjölbreytt úrval mynda er á dagskrá. Hátíðin á Ísafirði hefst með sýningu á fjölskyldumyndinni Azur og Asmar klukkan 18:00 miðvikudaginn 3. október. Rætur, félag um menningarfjölbreytni, stendur að hátíðinni á Ísafirði, en Valdimar Halldórsson er formaður Róta.

Sýningar 3. okt: 

Azur & Asmar (Spánn/Ítalía/Belgía/Frakkland), kl. 18.
Bræður munu berjast (Shotgun Stories) (USA), kl. 21.

Sýningar 4. okt:

Bræðrabylta (Íslensk stuttmynd), kl. 19.
Anna (Íslensk stuttmynd), kl. 19:30.
Ský á reiki (Finnland), kl. 21.

Sýningar 5. okt:
 

Andlit fíkjutrésins (Japan), kl. 19.
Öskrarar (Screamers), kl. 21.

| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

Aukinn stu­ningur vi­ Safn Jˇns Sigur­ssonar

Í tillögu Fjármálaráðuneytis að fjárlögum fyrir árið 2008 sem kynnt voru í gær, er lagt til að fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar verði hækkað um átján milljónir. 15 milljónir eru til endurnýjunar á Safni Jóns Sigurðssonar og umhverfisframkvæmda á Hrafnseyri og er liður í undirbúningi að hátíðarhöldum árið 2011 vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta. Er það fyrsti hluti af alls 80 milljóna króna tímabundnu framlagi, á næstu fjórum árum. Þá er 3 milljóna króna fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar vegna breytinga á starfsskipulagi á Hrafnseyri og ráðstefnuhalds um Safn Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyri í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða.

Frá þessu var sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.

Svipmynd