| ţriđjudagurinn 9. október 2007

Edinborgarhúsiđ opnar nýja heimasíđu

Edinborgarhúsið á Ísafirði hefur opnað nýja heimasíðu sem ætlað er að vera upplýsingasíða yfir starfsemi í húsinu og þá viðburði sem framundan eru. Þar er einnig hægt að fræðast um sögu hússins og fleira. Jón Sigurpálsson sem er í stjórn Edinborgarhússins opnaði síðuna ásamt Magnúsi Hávarðarsyni frá Netheimum, sem hannaði síðuna. Slóðin á nýju vefsíðuna er www.edinborg.is.  
| fimmtudagurinn 4. október 2007

Auglýst eftir styrkumsóknum til Menningarráđs

Jón Jónsson menningarfulltrúi viđ opnun vefjarins í morgun
Jón Jónsson menningarfulltrúi viđ opnun vefjarins í morgun
Með formlegri opnun vefjar Menningarráðs hér á vestfirskmenning.is er einnig opnað fyrir styrkumsóknir til Menningarráðsins vegna menningarstarfs og menningarverkefna á árinu 2007. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. nóvember og eru eyðublöð og úthlutunarreglur aðgengilegar hér á vefnum, undir tenglinum Styrkir hér til hægri. Menningarstofnanir, félög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar eru eindregið hvött til að sækja um stuðning til góðra verka á menningarsviðinu.
| fimmtudagurinn 4. október 2007

Menningarvefur opnađur

Fjórđi bekkur ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa og Arnari S. Jónssyni formanni Menningarmálanefndar Strandabyggđar og fulltrúa í stjórn Menningarráđs Vestfjarđa, nýbúinn ađ opna nýja menningarvefinn og breyta ţannig heiminum pínulítiđ.
Fjórđi bekkur ásamt Jóni Jónssyni menningarfulltrúa og Arnari S. Jónssyni formanni Menningarmálanefndar Strandabyggđar og fulltrúa í stjórn Menningarráđs Vestfjarđa, nýbúinn ađ opna nýja menningarvefinn og breyta ţannig heiminum pínulítiđ.
1 af 3
Í morgun var nýr vefur Menningarráðs Vestfjarða opnaður formlega, hér á slóðinni www.vestfirskmenning.is. Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu, tenglar og upplýsingar um styrki Menningarráðsins ásamt vefformi með umsóknareyðublaði.
 
Það voru nemendur í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem aðstoðuðu Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða við að opna vefinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í morgun, eftir að hafa hlýtt á pistil um nýsköpun og gildi einstaklingsframtaksins í menningarstarfi. Lagt var út frá því hvað hefði breyst til hins betra á Hólmavík og Ströndum frá því nemendurnir sjálfir komu í heiminn fyrir 9 árum. Í framhaldi af því ræddi hópurinn á hvaða sviðum menningar- og félagslífið gæti verið öflugra, hvar sóknarfærin lægju og hvernig nemendurnir sjálfir gætu breytt heiminum til hins betra þegar fram líða stundir ef aðrir verða ekki fyrri til. Að loknum umræðum var svo vefurinn opnaður við mikinn fögnuð.
 
Vefurinn vestfirskmenning.is er unninn í vefumsjónarkerfinu Snerpil sem veffyrirtækið Snerpa á Ísafirði á veg og vanda að. Útlitshönnun var í höndum Ágústs Atlasonar hjá Snerpu. 

Svipmynd