SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mßnudagurinn 8. oktˇberá2018

┴varp formanns ß Haust■ingi

Sigurður Hreinsson, varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga flutti skýrslu stjórnar og ávarp formanns í fjarveru formanns, Péturs Markan, sem var erlendis.


 


Síðasta ár hefur einkennst af stórum baráttumálum og í raun fordæmalausum ágjöfum í þeim stóru hagsmunamálum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga þarf að standa vörð um. Baráttan um góðar samgöngur, eðlilegan orkubúskap og uppbyggingu fiskeldis hefur verið á stundum afar erfið. Svo virðist sem almenningsálitið sé á þann veg að ekki sé talið eðlilegt að samfélög sem byggja alla sína afkomu á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda geti nýtt þær. 


Nßnar
SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mßnudagurinn 8. oktˇberá2018

Nř stjˇrn Fjˇr­ungssambands Vestfir­inga og Vestfjar­astofu

Hafdís Gunnarsdóttir var kjörinn formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga á hausþingi sambandsins um síðustu helgi. 


Nßnar
A­alsteinn Ëskarsson | f÷studagurinn 5. oktˇberá2018

Írlagadagur fyrir Vestfir­i og ═sland

Fiskeldi Ý Arnarfir­i
Fiskeldi Ý Arnarfir­i

Á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga var þessi ályktun samþykkt einróma af kjörnum fulltrúum allra sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

Örlagadagur fyrir Vestfirði og Ísland!

Það er áfall fyrir Vestfirði og þjóðarbúið í heild að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax (Fjarðarlax) og Arctic Fish (Arctic Sea Farm) um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækja í fullum rekstri. Vestfirðingar eru reiðir og sætta sig ekki lengur við við úrræðaleysi og getuleysi kerfisins.

 

Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga krefst þess að Alþingi og ríkisstjórn grípi tafarlaust inn í þá atburðarrás sem úrskurður nefndarinnar hefur sett af stað og tryggi áframhaldandi rekstrargrundvöll þeirra fiskeldisfyrirtækja sem byggt hafa upp starfsemi sína á Vestfjörðum. Störf og lífsafkoma 300 manns er í bráðri hættu. Fiskeldi á Vestfjörðum er nú þegar orðin burðarás í samfélaginu og mun þessi atburðarás, ef ekkert verður að gert, hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Vestfirði og samfélagið þar til frambúðar.

Svipmynd