| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

KvikmyndahßtÝ­ ß ═safir­i

Sex kvikmyndir alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir í Reykjavík verða sýndar á Ísafirði dagana 3.-5. október. Fjölbreytt úrval mynda er á dagskrá. Hátíðin á Ísafirði hefst með sýningu á fjölskyldumyndinni Azur og Asmar klukkan 18:00 miðvikudaginn 3. október. Rætur, félag um menningarfjölbreytni, stendur að hátíðinni á Ísafirði, en Valdimar Halldórsson er formaður Róta.

Sýningar 3. okt: 

Azur & Asmar (Spánn/Ítalía/Belgía/Frakkland), kl. 18.
Bræður munu berjast (Shotgun Stories) (USA), kl. 21.

Sýningar 4. okt:

Bræðrabylta (Íslensk stuttmynd), kl. 19.
Anna (Íslensk stuttmynd), kl. 19:30.
Ský á reiki (Finnland), kl. 21.

Sýningar 5. okt:
 

Andlit fíkjutrésins (Japan), kl. 19.
Öskrarar (Screamers), kl. 21.

| ■ri­judagurinn 2. oktˇberá2007

Aukinn stu­ningur vi­ Safn Jˇns Sigur­ssonar

Í tillögu Fjármálaráðuneytis að fjárlögum fyrir árið 2008 sem kynnt voru í gær, er lagt til að fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar verði hækkað um átján milljónir. 15 milljónir eru til endurnýjunar á Safni Jóns Sigurðssonar og umhverfisframkvæmda á Hrafnseyri og er liður í undirbúningi að hátíðarhöldum árið 2011 vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta. Er það fyrsti hluti af alls 80 milljóna króna tímabundnu framlagi, á næstu fjórum árum. Þá er 3 milljóna króna fjárveiting til Hrafnseyrarnefndar vegna breytinga á starfsskipulagi á Hrafnseyri og ráðstefnuhalds um Safn Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyri í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða.

Frá þessu var sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.
| f÷studagurinn 28. septemberá2007

D˙kkulÝsusřning Ý Safnah˙sinu ß ═safir­i

Safnah˙si­ ß ═safir­i
Safnah˙si­ ß ═safir­i
Á 2. hæð Safnahússins á Ísafirði eru nú til sýnis dúkkulísur frá 1960-80. Á Safnavef Ísafjarðarbæjar segir að margar þeirra hafi verið keyptar í Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar og Bókhlöðunni á Ísafirði og ekki ólíklegt að einhverjar Ísfirskar konur kannist við gamla félaga.

Dúkkulísur hafa lengi verið vinsæl leikföng, ódýrar og á flestra færi að eignast þær. Einnig voru dúkkulísur oft notaðar til að auglýsa vörur og þá gjarnan á þann hátt að birta þær í blöðum og tímaritum eða jafnvel utan á pakkavörum, t.d. morgunkorni. Vinsældir dúkkulísunnar náðu hámarki á milli 1930 og 1950, en eftir það jókst úrval ódýrra leikfanga til muna. Dúkkulísur endurspegla að sjálfsögðu tískuna á þeim tíma sem þær eru framleiddar, eins og glöggt má sjá á litríkum klæðnaði dúkkulísanna sem heiðra gesti Safnahússins með nærveru sinni!

Svipmynd