| fimmtudagurinn 20. septemberá2007

Styrkir frß Menningarmßlanefnd ═safjar­arbŠjar

Listahátíðin Við Djúpið fékk hæstan styrk menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar eða 250 þúsund krónur. Níu af ellefu umsækjendum fengu styrk. Rætur, félag um menningarfjölbreytni, fékk 208 þúsund og Edinborgarhúsið 150 þúsund króna styrk. Þá fengu nokkrir aðilar eitthundrað þúsund krónur. Það voru Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði, vegna Sólrisu, Gospelkór Vestfjarða, Sunnukórinn og Þjóðbúningafélag Vestfjarða. Marsibil G. Kristjánsdóttir fékk sextíu þúsund krónur og Jónína S.Guðmundsdóttir fékk þrjátíu þúsund krónur. Samtals var því einni milljón og 98 þúsundum úthlutað að þessu sinni. Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur 2,2 milljónir króna til styrkveitinga á þessu ári. Hluta fjárins var úthlutað fyrr á þessu ári.

Frá þessu var sagt í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.
| laugardagurinn 15. septemberá2007

Melrakkasetur stofna­ Ý S˙­avÝk

Ester Rut og Ëmar Mßr
Ester Rut og Ëmar Mßr
Melrakkasetur Íslands ehf var stofnað á fundi þann 15. september 2007 í félagsheimilinu í Súðavík. Á stofnfundinum var safnað 1.870.000 krónum í hlutafé og eru hluthafar í Melrakkasetrinu 39 talsins.

Á fundinum voru flutt tvö erindi, Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur hélt fyrirlestur um sögu, atferli og líf refa á Íslandi og fór yfir hugmyndir um hvernig starfsemi Melrakkasetursins yrði háttað. Jón Jónsson, nýráðinn menningarfulltrúi Vestfjarða, hélt erindi um þau tækifæri sem gefast með uppsetningu safna og setra. Til samanburðar sagði hann frá uppsetningu Galdrasýningar á Ströndum og fór yfir þau jákvæðu áhrif sem slíkt verkefni getur haft á samfélagið. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps stjórnaði fundinum.

Í stjórn Melrakkasetursins voru kosin Ómar Már Jónsson, formaður stjórnar, Barði Ingibjartsson, Dagbjört Hjaltadóttir, Ester Rut Unnsteinsdóttir, Þorleifur Ágústsson og til vara var kosinn Böðvar Þórisson.
| f÷studagurinn 14. septemberá2007

BolungarvÝkurkaupsta­ur semur vi­ KˇmedÝuleikh˙si­

Bolunarvíkurkaupstaður hefur skrifað undir samning við Kómedíuleikhúsið um skipulagningu viðburða og uppákomur til eins árs. Fær leikhúsið 350 þúsund krónur fyrir. Samningurinn gerir ráð fyrir að Kómedíuleikhúsið taki að sér að skipuleggja og halda utan verkefni  eins og leiksýningar hjá Leikskólanum og Grunnskólanum. Bókmenntadagskrá hjá eldri borgurum, í Náttúrgripasafni Vestfjarða og Ósvör og uppákomur á árlegum bæjarhátíðum eins og Markaðsdegi og Ástarviku.

Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða í dag.

Svipmynd