| fimmtudagurinn 18. oktˇberá2007

Umsˇknarfrestur Ý Safnasjˇ­ til 1. nˇvember

Safnasjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2008. Sjóðurinn sem er í umsjón Safnaráðs veitir tvenns konar styrki, rekstrarstyrki til safna sem uppfylla ákveðnar reglur um umfang starfseminnar samkvæmt 10. grein safnalaga, en öll söfn sem falla undir safnalög samkvæmt 4. grein laganna geta sótt um verkefnastyrki. Safnasjóður styrkir menningarminjasöfn, náttúruminjasöfn og listasöfn.

Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins, en upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2007 og á að skila umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Allar nánari upplýsingar, umsóknareyðublað og safnalögin má nálgast á vefsíðu Safnaráðs - www.safnarad.is.
Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum næstu daga frá miðvikudeginum 17. október til laugardagsins 20. október. Hann mun heimsækja sveitarfélögin, Súðavíkurhrepp, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík, auk þess sem hann er tilbúinn til skrafs og ráðagerða við þá sem eftir því leita, hvort sem ræða á vítt og breitt um menningarmálin og möguleika á því sviði eða menn eru að spekúlera í styrkjum Menningarráðsins sem auglýstir hafa verið. Sláið á þráðinn í síma 891-7372 ef þið hafið áhuga á spjalli eða fundi.

Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráði er til 2. nóvember og allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru hér til hægri undir tenglinum Styrkir. 
Impra hefur auglýst hefur eftir styrkumsóknum til Átaks til atvinnusköpunar og er umsóknarfrestur til 3. nóvember. Það er Iðnaðarráðuneytið sem veitir þessa styrki og á síðustu árum hafa mörg verkefni sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu víða um land fengið styrki úr þessum sjóði. Verkefni sem eru á fyrstu stigum nýsköpunar og munu skapa störf eiga mesta möguleika á styrkjum, en þeir geta mest verið 50% af heildarkostnaði við verkefni. Menningarráð Vestfjarða hvetur Vestfirðinga sem eru að hefja verkefni sem leiða munu til atvinnusköpunar til að sækja um, en allar nánari upplýsingar má finna undir þessum tengli.  

Svipmynd