A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 16. febr˙ará2017

Starfst÷­ sjßvar˙tvegs og landb˙na­arrß­herra ß ═safir­i

Fiskistofa kynnir starfsemi sÝna
Fiskistofa kynnir starfsemi sÝna
1 af 5

Starfstöð sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í Vestra húsi á Ísafirði þriðjudaginn 14. febrúar s.l., ráðherra bauð upp á viðtöl og kynnti sér starfsemi stofnana sem staðsettar eru í húsinu. Háskólasetur Vestfjarða og stofnanir ráðuneytisins Hafró, MAST, Matís og Fiskistofa héldu sérstaka kynningu á starfsemi og helstu verkefnum fyrir ráðherra og aðstaða þeirra var skoðuð. Lögð var áhersla á að kynna framsækin verkefni að nýrri nálgun við veiðar s.s. ljósvörpu og vinnslu afurða s.s. ofurkælingu sem nýttust jafnt fyrir hefðbundna fiskvinnslu sem og vinnslu eldisfisks.

A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 15. febr˙ará2017

Fundur me­ sjßvar˙tvegs og landb˙na­arrß­herra

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga átti fund með sjávarútvega og landbúnaðarráðherra þriðjudaginn 14. febrúar s.l. á Ísafirði. Til umræðu voru málefni fiskeldis, landbúnaðar og sjávarútvegs og ferðaþjónustu, þar sem stjórn FV lagði áherslu á þau tækifæri sem væru nú til staðar á Vestfjörðum og mikilvægi þess að stjórnvöld veittu vind í þau segl með því að stofnanir ráðuneytisins ynnu með þróuninni. Sömuleiðis að uppbygging nýrrar atvinnugreinar líkt og fiskeldis gæfi tækifæri til að byggja upp nýjar starfseiningar á Vestfjörðum, var þar minnt á tillögur sem komu fram á síðasta ári í skýrslu Vestfjarðanefndar. Ráðherra staðfesti þá ákvörðun forvera síns með fjölgun starfa hjá Hafró á Ísafirði og áhuga að vinna að uppbyggingu mennta og rannsóknarumhverfis í tengslum við fiskeldi. Stjórn FV lýsti síðan áhyggjum sínum af áhrifum af vinnudeilu sjómanna og útvegsmanna á kjör fiskvinnslufólks og beinum og óbeinum áhrifum á annað atvinnulíf og rekstur sveitarfélaga. 

LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | ■ri­judagurinn 10. jan˙ará2017

Ver­launaafhending Ý h÷nnunarkeppninni Tu­ran

Vinningshafara Ý Tu­runni. ┴ myndinni er einnig verkefnastjˇri sem heldur ß vinningstu­ru sem lenti Ý 3 sŠti
Vinningshafara Ý Tu­runni. ┴ myndinni er einnig verkefnastjˇri sem heldur ß vinningstu­ru sem lenti Ý 3 sŠti
1 af 5

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa undanfarin ár unnið að því að fá Vestfirði umhverfisvottaða. Árið 2016 fengu sveitarfélögin vottun fyrir starfsemi sína fyrir árið 2015 og er það ætlun þeirra að halda áfram með það verkefni.  


Verkefnið plastpokalausir Vestfirðir varð til sem hliðarverkefni út frá  umhverfisvottuninni.
Með því verkefni eru sveitarfélögin að hvetja íbúa á Vestfjörðum til að minnka
notkun plastpoka og finna aðrar umhverfisvænni lausnir í staðin. Til að vekja
enn frekar áhuga á verkefninu var ákveðið að halda hönnunarkeppni sem myndi
bera heitið  Tuðran. Markmiðið var að fá
einstaklinga til að huga að hráefni sem væri hægt að nýta og félli til á heimaslóðum
og færi í rusl eða flokkun.  Nemendur á
grunnskólaaldri voru sértaklega hvattir til að taka þátt í keppninni, en einnig
einstaklingar og fyrirtæki og voru sendir póstar í alla skóla á Vestfjörðum til
að vekja athygli á keppninni.


Nßnar

Svipmynd