LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | f÷studagurinn 12. oktˇberá2018

Kynningarfundur me­ Stefßni GÝslasyni umhverfisstjˇrnunarfrŠ­ingi

Mánudaginn 15. október fá íbúar á norðanverðum Vestfjörðum tækifæri á því að sækja fundi með umhverfisstjórnunarfræðingnum Stefáni Gíslasyni. Mun hann halda tvo fundi á Ísafirði og einn fund í Bolungarvík en sá fundur er fyrir kjörna fulltrúa á svæðunum. 


Í hádeginu 15. október milli kl. 12:00 og 13:00 gefst fyrirtækjum og opinberum stofnunum kostur á að senda fulltrúa sinn til að sitja súpufund á Hótel Ísafirði og hlusta á erindi Stefáns er ber heitið „Úrgangur er auðlind“.


Almennur íbúafundur verður svo haldinn sama dag í sal Stjórnsýsluhúsins á Ísafirði kl. 16:30. Þar mun Stefán fjalla um sama efni og einnig koma inn á loftslagssamning Íslands og hvernig íbúar geta komið að því markmiði.


Nßnar
A­alsteinn Ëskarsson | mi­vikudagurinn 10. oktˇberá2018

┴lyktanir 3.Haust■ings Fjˇr­ungssambands Vestfir­inga

3. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga var starfsamt. Haldið var sviðsmyndaverkstæði fyrir mótun framtíðarsýnar fyrir Vestfriði en undir alvarlegri stöðu atvinnulífs og samfélaga sem komin var upp vegna sviftingar starfs og rekstarleyfa fiskeldisfyrirtækja. Ályktanir þingsins bera þessa merki og fjalla um fiskeldismál og stjórnkerfi þess, auk ályktana um samgöngmál, sjávarútvegsmál, umhverfismál og fræðslumál auk fleiri mála. Ályktanir þingsins má finna hér.  

SigrÝ­ur Ë. Kristjßnsdˇttir | mßnudagurinn 8. oktˇberá2018

┴varp formanns ß Haust■ingi

Sigurður Hreinsson, varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga flutti skýrslu stjórnar og ávarp formanns í fjarveru formanns, Péturs Markan, sem var erlendis.


 


Síðasta ár hefur einkennst af stórum baráttumálum og í raun fordæmalausum ágjöfum í þeim stóru hagsmunamálum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga þarf að standa vörð um. Baráttan um góðar samgöngur, eðlilegan orkubúskap og uppbyggingu fiskeldis hefur verið á stundum afar erfið. Svo virðist sem almenningsálitið sé á þann veg að ekki sé talið eðlilegt að samfélög sem byggja alla sína afkomu á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda geti nýtt þær. 


Nßnar

Svipmynd