Menningarrß­ Vestfjar­a

ATH: Uppbyggingarsjóður Vestfjarða hefur nú tekið við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða, en það hefur verið lagt niður. Allar nánari upplýsingar á www.vestfirdir.is/Uppbyggingarsjodur.
 
Menningarráð Vestfjarða tók til starfa 2007 og var sjálfstætt ráð framan af, en reksturs þess og Fjórðungssambands Vestfirðinga var sameinaður um áramótin 2012-13. Það starfaði samkvæmt menningarsamningum ríkis og sveitarfélaga út árið 2014. Menningarráð Vestfjarða var síðustu árin skipað fimm fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum sem kosnir voru á Fjórðungsþingi Vestfirðinga og var ráðið ein af fastanefndum Fjórðungssambandsins.

Starfsemi Menningarráðsins byggði annars vegar á menningarsamningi milli ríkisvaldsins og Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir hönd sveitarfélaganna um samstarf þessara aðila um menningarmál. Hins vegar á samningi sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál. Samkvæmt samningunum var Menningarráð Vestfjarða samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál á árunum 2007-2014 og hafði meðal annars það hlutverk að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á starfssvæðinu, standa fyrir öflugu þróunarstarfi, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Vestfjörðum samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga og hafa eftirlit með framkvæmd þess samnings.
 
Eldri samningar og skjöl:

Svipmynd