Styrkveitingar Menningarrß­s Vestfjar­a

Menningarráð Vestfjarða veitti á árunum 2007-2014 VERKEFNASTYRKI til menningarstarfs á Vestfjörðum á hverju ári. Frá árinu 2012-2014 var einnig hægt að sækja um STOFN- OG REKSTRARSTYRKI til Menningarráðs Vestfjarða. 

 

Lokaskýrsla til Menningarráðsins vegna verkefnastyrkja
 
Verkefnastyrkjum var fyrst úthlutað síðla árs 2007. Árin 2008, 2009, 2010 og 2011 var styrkjum úthlutað tvisvar sinnum á ári. Árin 2012-2014 var verkefnastyrkjum úthlutað einu sinni. Einnig bættist við nýr flokkur styrkja hjá Menningarráði Vestfjarða árið 2012: Stofn- og rekstrarstyrkir og var þeim úthlutað til 2014.  
 
Fyrsta styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða fór fram í desember 2007 í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og næsta í apríl 2008 á Hólmavík í tengslum við vígslu Þróunarseturs þar. Þriðja úthlutun fór fram í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í nóvember 2008 og úthlutað var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í apríl 2009. Þá var úthlutað styrkjum í desember 2009 á Hlunnindasafninu á Reykhólum og vorið 2010 var athöfnin á Skrímslasetrinu í Bíldudal. Haustið 2010 var svo úthlutað með viðhöfn í Melrakkasetrinu í Súðavík. Á árunum 2011-14 voru ekki haldnar sérstakar úthlutunarathafnir, í sparnaðarskyni.

Svipmynd