Styrkir Menningarrß­s 2014

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2014 og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða staðfest tillögu ráðsins um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Menningarráð vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Listi um framlög er birtur hér að neðan.

 

STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR:

 

Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhagsáætlun þessara umsækjanda hljóðaði samtals upp á tæpar 121 milljón og beðið var um stuðning að upphæð tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 aðilum stofn- og rekstrarstyrki að upphæð á bilinu 450 þúsund til 1,5 milljón. Samtals var úthlutað 13,2 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki í samræmi við menningarsamning milli ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga árið 2014. Eftirtaldir fengu stuðning (styrkhafi fremst og yfirskrift umsóknar í sviga):

 

1.500.000
Menningarmiðstöðin Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg – öflugri – alþjóðlegri – betri)

Félag um listasafn Samúels (Endurgerð húss Samúels og viðgerðir að Brautarholti í Selárdal)

Strandagaldur ses (Galdrasýning á Ströndum – rekstur)

Melrakkasetur Íslands (Fjölbreyttara Melrakkasetur)

Félag áhugamanna um skrímslasetur (Skrímslasetrið – áframhaldandi uppbygging)

 

1.250.000

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum)

Sauðfjársetur á Ströndum ses (Sauðfjársetrið – rekstur og framkvæmdir)

 

1.000.000

Sjálfseignarstofnun Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar (Vélsmiðja GJS Þingeyri)

 

750.000

Kol og salt ehf (Arts Iceland - alþjóðlegar gestavinnustofur og tengd starfsemi)

 

500.000

Dellusafnið ehf (Uppbygging og rekstur Dellusafnsins)

Össusetur Íslands ehf (Össusetur Íslands)

 

450.000

Fjölskyldugarður Vestfjarða - Raggagarður (Bátasvið í Fjölskyldugarði Vestfjarða)

 

Samtals stofn- og rekstrarstyrkir 13.200.000.-

 

VERKEFNASTYRKIR:

 

Alls voru teknar fyrir 103 umsóknir í flokknum verkefnastyrkir. Fjárhagsáætlanir þessara verkefna hljóðuðu samtals upp á tæpar 278 milljónir og beðið var um stuðning að upphæð rúmar 76 milljónir. Samþykkt var að styrkja 59 verkefni í flokknum verkefnastyrkir að upphæð á bilinu 50-800 þúsund. Samtals var úthlutað 22 milljónum í verkefnastyrki. Eftirtalin verkefni fengu stuðning að þessu sinni (verkefni fremst, aðstandandi í sviga):

 

800.000

Act Alone 2014 (Act Alone einleikjahátíð)

Aldrei fór ég suður 2014 (Aldrei fór ég suður, félag)

Skjaldborg 2014 (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda)

Fox Centre of the Future (Melrakkasetur Íslands)

Rauðasandur Festival 2014 (Rauðasandur Festival)

Mölin - Tónleikaröð (Standard og gæði ehf)

Edinborg menningarmiðstöð dagskrá 2014 (Menningarmiðstöðin Edinborg)

 

600.000

Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró – Tónlistarhátíð)

Móðurharðindin - leikrit (Menningarmiðstöðin Edinborg)

 

500.000

Víkingur og Spánverjavígin - leiðsögn í vestfirskri gestrisni (Víkingur Kristjánsson)  

Act Alone heimildamynd (Baldur Páll Hólmgeirs og Gláma)

LÚR-Festival listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum (Menningarmiðstöðin Edinborg)

Spilað fyrir vestan (Eggert Einer Nielson)

Á mölinni (Félagið Hús og fólk)

Halla barnaleikrit (Kómedíuleikhúsið) Við Djúpið blátt (Ólína Þorvarðardóttir)

Refirnir á Hornströndum (Ljósop ehf)

Svarta gengið - heimildakvikmynd um ást, dauða, bónda og fé (Andrá ehf, Kári G. Schram, Þorbjörn Pétursson)

Í faðmi blárra fjalla (Birna Lárusdóttir)

 

400.000

Víkingahátíð fjölskyldunnar (Gíslastaðir)

50 ára afmælishátíð (Tónlistarskóli Bolungarvíkur)

Þjóðmenningarbóndinn býður heim (Þjóðmenningarbóndinn, Elín Agla Briem)

Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar (Tónlistarfélag Ísafjarðar)

Munnleg geymd: Mannlíf í Barðastrandarsýslu á 20. öld (Félagið Munnleg geymd)

Margmiðlunarborð fyrir Skrímslasetrið (Félag áhugamanna um skrímslasetur)

Djúpmannatal (Sögumiðlun ehf)

Sálmaskáldið og þjóðlagasafnarinn sr. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði (Kristinn Jóhann Níelsson)

Sumardagskrá Minjasafnsins á Hnjóti (Minjasafn Egils Ólafssonar)

Okkar eigin Flateyri/París/Gdansk (Hvilft)

 

300.000

List á Vestfjörðum (Félag vestfirskra listamanna)

Steampunk Iceland - Ævintýrahátíð í Vesturbyggð (Bílddalía - áhugafélag um gerð ævintýralands á Vestfjörðum)

Piltur og stúlka - söngleikur fyrir börn (Vestfirska skemmtifélagið)

Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið (Þröstur Jóhannesson)

20 árum síðar (Steinunn Ýr Einarsdóttir)

Elskan mín - vísnabók Odds Jónssonar frá Gili í Dýrafirði (Kristín Berglín Oddsdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir)

Þið munið hann Jörund (Litli leikklúbburinn)

Lína Langsokkur á Þingeyri (Höfrungur leikdeild Þingeyri)

Rommí leikrit (Leikfélagið Baldur Bíldudal)

Skilaboðaskjóðan (Grunn- og Tónskóli Hólmavíkur og Leikfélag Hólmavíkur)

Þjóðleikur á Vestfjörðum (Þjóðleikur á Vestfjörðum)

 

250.000

Blús á milli fjalls og fjöru (Ólafur Gestur Rafnsson)

 

200.000

Steypa - Ljósmyndasýning með alþjóðlegum þátttakendum (Claus Daublebsky von Sterneck)

Daglegt líf Óla (Baldur Smári Ólafsson)

Söfnunarviðburður vegna nýs sýningarkerfis í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði (Kvikmyndaklúbburinn Kittý)

Draugasaga (Leikfélag Hólmavíkur & Sauðfjársetur á Ströndum)

Skautbúningar saumaðir á Ísafirði (Þjóðbúningafélag Vestfjarða)

Þjóðbúninganámskeið (Sauðfjársetur á Ströndum)

Þjóðbúningagerð og viðburðir tengdir því á sunnanverðum Vestfjörðum (Þjóðbúningafélagið Auður)

 

150.000

Bókahátíð á Flateyri (Eyþór Jóvinsson)  

Gallerí Úthverfa - uppákomur og sýning á samtímalist í miðbæ Ísafjarðar (Gallerí Úthverfa)

Álagablettir (Dagrún Ósk Jónsdóttir)

Afmælisverkefni: Skrif á vestfirskri revíu (Litli leikklúbburinn)

 

100.000

Ungbarnaleikhús "Bí bí og blaka" (Henna-Riikka Nurmi)

Fjalla-Eyvindarhátíð á Snæfjallaströnd (Félag um Snjáfjallasetur)

Gluggar fortíðar (Bjarney Sólveig Snorradóttir)

Sögusýning í skipbrotsmannaskýli (Bæring Freyr Gunnarsson)

Nú verður glaumur og gaman (Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Jökull Brynjarsson og Tómas Jónsson)

Pólska kvikmyndahátíðin á Ísafirði 2014 (Hvilft)

 

50.000

Námskeiðaferna 2.-3. hluti (Litli leikklúbburinn)

 

Samtals verkefnastyrkir 22.000.000.-

Styrkir 2013

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við úthlutun styrkja fyrir árið 2013 og eru niðurstöður nokkuð fyrr á ferðinni en síðustu ár. Umsóknir til ráðsins hafa aldrei verið fleiri en nú eða 160 samtals. Jafnframt hafa gæði umsókna líklega aldrei verið meiri en nú. Margvísleg menningarstarfsemi fær stuðning og er ánægjulegt að sjá þá grósku og hugmyndaauðgi sem einkennir menningarlífið á Vestfjörðum.  
 
Menningarráð Vestfjarða þakkar öllum umsækjendum kærlega fyrir umsóknir sínar og óskar þeim velfarnaðar. Það er von ráðsins að sem allra flestar hugmyndir verði að veruleika og efli og styrki mannlíf og byggð á Vestfjörðum. Framlög Menningarráðsins skiptast í tvo flokka, annars vegar eru veittir stofn- og rekstrarstyrkir til stofnanna, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar eru veittir verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.

Eftirtaldar stofnanir, félög og fyrirtæki, fengu stofn- og rekstrarstyrk árið 2013 (í sviga er yfirskrift umsókna og upphæð framlagsins frá Menningarráði er aftast):

Melrakkasetur Íslands ehf (Melrakkasetur Íslands - aukin verkefni í náttúru- og menningartengdri ferðaþjónustu) - 1.500.000.-
Strandagaldur ses (Galdrasýning á Ströndum - rekstrarstyrkur) - 1.500.000.-

Menningarmiðstöðin Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg: Öflugri - alþjóðlegri - betri) - 1.200.000.-
Félag áhugamanna um skrímslasetur (Skrímslasetrið stofn- og rekstrarstyrkur) - 1.200.000.-
Minjasafn Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 1.200.000.-
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum (Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum) - 1.200.000.-
Sauðfjársetur á Ströndum (Sauðfjársetur á Ströndum - húsnæði og fastasýning) - 1.200.000.-
Byggðasafn Vestfjarða (Varðveisla báta Byggðasafns Vestfjarða) - 1.200.000.-
Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar (Endurgerð varðveisluverðra báta við Breiðafjörð) - 1.200.000.-
Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal (Endurgerð húss Samúels og viðgerðir að Brautarholti í Selárdal) - 1.200.000.-

Kvikmyndaklúbburinn Kittý (Stafrænt sýningarkerfi í Skjaldborgarbíó Patreksfirði) - 1.000.000.-

Frændgarður ehf (Sýning á Brjánslæk um Hrafna-Flóka og Surtarbrandsgil) - 800.000.-

Áhugamannafélagið Göltur (Menningartengd ferðaþjónusta á Galtarvita) - 500.000.-
Dellusafnið ehf (Dellusafnið á Flateyri - rekstur og stofnkostnaður) - 500.000.-
Ósvör - Sjóminjasafn (Endurbætur og vinna við sjóminjasafnið Ósvör) - 500.000.-
Listasafn Ísafjarðar (Sýningarhald Listasafnsins, auknir möguleikar) - 500.000.-

Eftirfarandi verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða 2013 (heiti verkefnis er fremst, í sviga er umsækjandi og upphæð er aftast).

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda (Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda) - 1.000.000
Act alone 2013 (Act alone) - 1.000.000.-
11. tónlistarhátíðin Við Djúpið 2013 (Við Djúpið, félag) - 1.000.000.-
Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíð á Ísafirði páskana 2013 (Aldrei fór ég suður, félag) - 1.000.000.-
Rauðasandur Festival 2013 (Rauðasandur Festival) - 1.000.000.-
Starf og viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg árið 2013 (Menningarmiðstöðin Edinborg) - 1.000.000.-

Mölin - Tónleikaröð (Björn Kristjánsson) - 800.000.-
Námskeið - leiklist, dans og söngleikur (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar) - 800.000.-

Fjalla-Eyvindur og Halla, leikrit (Kómedíuleikhúsið) - 600.000.-

Í byrjun tveggja alda (Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar) - 500.000.-
Hrafn Sveinbjarnarson - höfðingi, pílagrímur og læknir (Valdimar J. Halldórsson) - 500.000.-
Pönk á Patró, tónlistarhátíð fyrir börn og með börnum (Pönk á Patró - Tónlistarhátíð) - 500.000.-
WAF - Westfjord ArtFest 2013 (Litli Vísir ehf) - 500.000.-
Jón Indíafari söngleikur (Vestfirska skemmtifélagið) - 500.000.-
Saga hvalveiða á Langeyri (Vilborg Arnarsdóttir) - 500.000.-
Heimildamynd um Ísafjörð (Guðmundur Tryggvi Ásbergsson) - 500.000.-
Inndjúpið (Hugveitan ehf) - 500.000.-
Fjallabræður á tónleikum - heimildamynd (Gláma) - 500.000.-
Lúðrasveitin hennar Maríu - heimildamynd (Haukur Sigurðsson) - 500.000.-
Sigvaldi Kaldalóns leiksýning (Kómedíuleikhúsið) - 500.000.-
Galdrastafir (Ragnar Ingi Hrafnkelsson & Smári Gunnarsson) - 500.000.-
Baunagrasið 2013 (Baunagrasið Bildudal) - 500.000.-

Hafmaður - Skrímsli í raunstærð (Félag áhugamanna um Skrímslasetur) - 400.000.-
O Flateyri moje! (Arnaldur Máni Finnsson/Lab Loki) - 400.000.-
Hugprúði Bolvíkingurinn (Einarshúsið ehf) - 400.000.-
Afmælishátíð Minjasafns Egils Ólafssonar (Minjasafn Egils Ólafssonar) - 400.000.-
Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti (Látraröst ehf) - 400.000.-
Námskeið fyrir menntaskólastúlkur í gerð þjóðbúninga (Þjóðbúningafélag Vestfjarða) - 400.000.-
Bátasmíði - arfur fortíðar (Eggert Björnsson) - 400.000.-
Handritin alla leið heim - afhending Kvæðabókar úr Vigur (Byggðasafn Vestfjarða, Félagsbúið Vigur, Stofnun Árna Magnússonar) - 400.000.-

List á Vestfjörðum 2013 - tímarit (Félag vestfirskra listamanna) - 300.000.-
Trommur og töfrateppi (Soffía Vagnsdóttir)  - 300.000.-
Húsin í bænum (Sigurjón J. Sigurðsson og Sigurður Pétursson) - 300.000.-
Heyrðu mig nú önnur þáttaröð (Fjölnir Már Baldursson) - 300.000.-
International residency of artists in Þingeyri autumn 2013 (Simbahöllin ehf) - 300.000.-
Sunnukórinn 80 ára - sögusýning (Sunnukórinn) - 300.000.-
Maska - Ljósmyndasýning um grímubúningahefð á norðanverðum Vestfjörðum frá 1900 til 1950 (Sigurður Gunnarsson) - 300.000.-

Menningar og sögusýning í Skálavík (Bæring Freyr Gunnarsson) - 250.000.-
Leiksýningin Félegt fés (Leikfélag Bolungarvíkur) - 250.000.-
Leikritið Saumastofan (Leikfélag Flateyrar) - 250.000.-
Gúttó - Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár (Litli leikklúbburinn) - 250.000.-
Uppsetning á leikritinu Makalaus sambúð og leikferð um Vestfirði (Leikfélag Hólmavíkur) - 250.000.-
Handverk og hönnun í héraði - ráðstefna og vinnusmiðja (Strandakúnst) - 250.000.-

Búðarvísur - boðið til stofutónleika (Ingunn Ósk Sturludóttir) - 200.000.-
15 bátar og einn slippur (Byggðasafn Vestfjarða) - 200.000.-
RÚN galdraskræða (Strandagaldur ses) - 200.000.-
Amrandasláttur í dögun (Jón Sigurpálsson) - 200.000.-
Fimmta árlega húmorsþingið og vetrarhátíð (Þjóðfræðistofa) - 200.000.-
Stefnumót við listamenn - Þæfðar myndir og listaverk (Sauðfjársetur á Ströndum) - 200.000.-
Sýning um sögu, mannlíf, náttúru á Grænlandi og tengsl Íslands og Grænlands (Undirb.félag um stofnun Grænlandsseturs í Bolungarvík) 200.000.-

Námskeiðsferna Litla leikklúbbsins (Litli leikklúbburinn) - 150.000.-
Steypa - Ljósmyndasýning með alþjóðlegum þátttakendum (Claus Daublebsky von Sterneck) - 150.000.-

Pólsk kvikmyndahátíð 5.-11. maí (Arnaldur Máni Finnsson) - 100.000.-
Götulist á Ísafirði (Rögnvaldur Skúli Árnason) - 100.000.-
Horft til baka (Björn Baldursson) - 100.000.-
Vídeóverk í glugga (Gunnar Jónsson) - 100.000.-
Flogið til Ísafjarðar (Sögufélag Ísfirðinga) - 100.000.-

Stofn- og rekstrarstyrkir 2012

Eftirtaldir aðilar fengu stofn- og rekstrarstyrk frá Menningarráði Vestfjarða árið 2012.


Nßnar

Verkefnastyrkir 2012

Eftirtalin verkefni fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni (umsækjandi er innan sviga).


Nßnar

Verkefnastyrkir haust 2011

Menningarráð Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Úthlutanir ráðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni. Ánægjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem fá styrki nú snúast að hluta eða öllu leyti um vinnu við listsköpun með börnum og ungmennum. Menningarstarfsemi með þessum aldurshópi var einmitt einn af þeim áhersluþáttum sem horft var sérstaklega til að þessu sinni.


Nßnar

Verkefnastyrkir vor 2011

Stjórn Menningarráðs Vestfjarða hefur farið yfir styrkumsóknir vegna fyrri úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun hennar um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Samtals bárust 97 umsóknir um stuðning við verkefni að þessu sinni og var úr vöndu að ráða því bæði voru umsóknir óvenju margar og vandaðar. Fjölmörg verkefni voru einnig mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með þeim sem verða að veruleika. 


Nßnar

Verkefnastyrkir haust 2010

Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík þann 11. desember. Flutt var tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu það þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 30 verkefni stuðning að upphæð 13.090.000.- samtals. Verkefnunum fækkaði þó um eitt, því einn styrkurinn var afþakkaður áður en til úthlutunar kom. 


Nßnar

Verkefnastyrkir vor 2010

Fyrri styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða árið 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Skrímslasetrinu á Bíldudal þann 15. maí kl. 15:00. Flutt var tónlist og haldin erindi, Skrímslasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og vöfflur á eftir. Umsóknir til Menningarráðsins að þessu sinni voru 78 talsins, en alls fengu 34 verkefni stuðning að upphæð 15 milljónir samtals. Þeim fækkaði þó um eitt áður en að úthlutun kom, því einn styrkurinn var afþakkaður þar sem forsendur fyrir verkefninu höfðu breyst og það var ekki lengur framkvæmanlegt. Aftur verður auglýst eftir styrkumsóknum í haust. 


Nßnar

Verkefnastyrkir haust 2009

Seinni úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fór fram í Hlunnindasafninu á Reykhólum síðastliðinn föstudag. Voru þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls fá 37 verkefni framlög að þessu sinni á bilinu 150 þúsund til 1 milljón, samtals að upphæð 18,5 milljón. Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um 75 milljónir í verkefnastyrki.


Nßnar

Verkefnastyrkir vor 2009

Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 28. maí 2009 þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljón og voru verkefni sem fengu milljón eða meira óvenjulega mörg að þessu sinni eða 7 talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnanna, listgreina og svæða, setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru býsna áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki. Næst verður auglýst eftir umsóknum haustið 2009.     


Nßnar

Verkefnastyrkir hausti­ 2008

Verkefnastyrkir Menningarráðs Vestfjarða við síðari úthlutun á árinu 2008 voru afhentir við hátíðlega athöfn í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudaginn. Alls voru veittir 52 styrkir að upphæð samtals 17,4 milljónir og voru einstakir verkefnastyrkir á bilinu frá 50 þúsund til 1 milljón. Styrkirnir fóru til fjölbreyttra verkefna sem sýna glöggt þann kraft og frumkvæði sem býr í vestfirsku menningarlífi, en margvísleg útgáfuverkefni voru þó áberandi við úthlutun að þessu sinni, enda var lögð sérstök áhersla á að styrkja slík verkefni við þessa úthlutun. Átti það bæði við um útgáfu bóka og tónlistar. Næst verður auglýst eftir styrkumsóknum snemma á nýju ári, en samtals hefur Menningarráð Vestfjarða nú úthlutað 55 milljónum til 151 verkefnis við þrjár úthlutanir.


Nßnar

Verkefnastyrkir vor 2008

Verkefnið Eitur í æðum sem kvikmyndafyrirtækið Í einni sæng ehf stendur fyrir fékk hæsta styrkinn frá Menningarráði Vestfjarða við úthlutun á styrkjum til menningarverkefna á Hólmavík á sumardaginn fyrsta 2008. Styrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Hólmavík og um leið var opnað formlega Þróunarsetur að Höfðagötu 3 á Hólmavík, þar sem ýmsar stofnanir og fyrirtæki hafa hreiðrað um sig með skrifstofuaðstöðu, auk þess sem námsver er í húsinu. Þeirra á meðal er Menningarráð Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Strandagaldur, Þjóðfræðistofa, prent- og útgáfuþjónustan Gagnvegur, Sauðfjársetur á Ströndum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.


Nßnar

Styrk˙thlutanir 2007

Styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík þann 7. desember 2007. Við athöfnina fluttu Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs Vestfjarða og Eiríkur Þorláksson fulltrúi Menntamálaráðuneytisins erindi, en athöfninni stjórnaði Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.


Nßnar

Svipmynd