Skipulagshˇpur

Meginmarkmið verkefnisins er að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða og samræma stjórnun og nýtingu þessara svæða í samvinnu við hagsmunaaðila. Settur verður á fót hópur hagsmunaaðila sem mun fjalla um nýtingu strandsvæðis í Arnarfirði og gera tillögu að nýtingaráætlun. Fulltrúar í þessum hópum verða talsmenn ákveðinna félaga eða annarra hópa sem hafa sameiginlega hagsmuni. Hér er einkum átt við atvinnulíf, íbúa og frjáls félagasamtök. Þetta verklag mun leiða til þess að auðveldara verður að afla upplýsinga og greina helstu hagsmunaárekstra og vandamál. Þátttaka þessara aðila er jafnframt mjög mikilvæg því hún eykur almennan skilning og stuðning við þá áætlun sem lögð verður fram að lokum. Mikilvægt að hópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu sem mun nýtast til uppbyggingar á svæðinu. Hér er því um langtímafjárfestingu að ræða. Gert er ráð fyrir að samvinnunefnd svæðisskipulags fyrir Vestfirði muni hafa umsjón með gerð nýtingaráætlunarinnar. Samvinnunefndin starfar á grundvelli samþykktar frá árinu 2006 á 51. fjórðungsþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Svipmynd