Verk■Šttir og ߊtlun

Verkefninu í heild sinni má skipta í þrennt:

 

Forverkefni

Vinnu við forverkefni lauk í desember 2009. Þessi hluti var fjármagnaður er af Vaxtarsamningi  Vestfjarða og mótframlagi samstarfsaðila. Undirbúningur svæðisskipulagsvinnu fyrir Vestfirði nýttist einnig í þessum hluta.  Í forverkefninu fólst einkum skráning á núverandi nýtingu á strandsvæðum Vestfjarða og kynning á verkefninu fyrir stjórnvöldum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. Niðurstöður þessa fyrsta áfanga eru og verða nýttar til að undirbyggja og útfæra annan og þriðja áfanga verkefnisins, þ.e. aðalverkefni og framhaldsverkefni.

 

Aðalverkefni

Annar áfangi áætlunarinnar miðar að því að gera hina eiginlegu stefnumörkun nýtingaráætlunarinnar. Fyrst verður gerð nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í framhaldinu verður gerð sambærileg áætlun fyrir alla Vestfirði, með sama hætti og í samræmi við þær niðurstöður sem fást úr áætlanagerð fyrir Arnarfjörð. Sérstök áhersla verður lögð á aðkomu hagsmunaaðila í vinnunni og samvinnu við opinbera aðila. Áætlað er að vinna við nýtingaráætlun Arnarfjarðar taki um 16 mánuði en að lokið verði við gerð nýtingaráætlunar fyrir alla Vestfirði á um tveimur árum.

 

Framhaldsverkefni

Í þriðja áfanga verkefnisins verður gerð greining á því hvernig nýtingaráætlunin fellur að núverandi stjórnsýslu og hvernig má hrinda henni í framkvæmd, þ.e. þannig að sveitarfélög komi að skipulagi á skilgreindum strandsvæðum.  Skoðaðir verða möguleikar á gerð lögformlegs strandsvæðaskipulags og leiðbeiningagerðar fyrir leyfisveitendur, skipulagsyfirvöld og notendur svæðanna. Áætlað er að vinna við framhaldsverkefni geti tekið 1,5-2 ár.

 

Verkáætlun: Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar

 

Verkþættir

 

 

Undirverkþættir

 

Tímabil

1. Skrásetning á núverandi nýtingu

Núverandi nýting, framsetning og úrvinnsla gagna frá forverkefni.

Núvarandi stefna – samantekt

 

 

 

September 2010

2. Forsendur

Náttúrufarslegar og félagslegar forsendur – samantekt

Samantekt á fyrirliggjandi rannsóknum

 

 

September 2010-

nóvember 2010

3.Aðferðafræði

 

 

Dæmi um strandsvæðaskipulag erlendis frá

Tillaga að framsetningu nýtingaráætlunar

 

Nýtingarflokkar og afmörkun svæðis

 

Október 2010 –

janúar 2011

4. Greining á hagsmunaárekstrum

Greining út frá skráningu nýtingar

Greining með hagsmunaaðilum

 

Október 2010-

mars 2011.

5. Samvinna við hagsmunaaðila

Verklag skilgreint

 

Kynning á verklagi

 

 

September 2010-

nóvember 2010

6. Verkefnisstjórn

Áætlanagerð og fundir

 

 

 

September 2010

desember 2011

7. Samvinna við stofnanir

Samskipti, upplýsingaöflun og kynning

 

 

September 2010-

mars 2011

8. Stefnumörkun

 

Leiðarljós og markmið

 

Uppdrættir

 

Greinargerð

 

Mars 2011-

september 2011

9. Umhverfismat áætlunarinnar

Afmörkun og mat á valkostum

Textaskrif

 

 

September 2011-

nóvember 2011

10. Kynning á niðurstöðum og umsagnir

Uppsetning á gagnagrunni / heimasíðu

Efni miðlað til almennings

 

Samskipti

 

September 2010-

desember 2011

11. Frágangur

Greinargerð

 

Uppdrættir

 

Skýrsluskrif vegna umsókna

Nóvember 2011-

desember 2011

Svipmynd