Starfsmenn Vestfjar­astofu

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri
Farsími: 861-4913
Netfang: sirry@vestfirdir.is

 

Sig­ríður er með M.S.c í for­ystu og stjórn­um frá há­skól­an­um á Bif­röst og hef­ur und­an­far­in ár starfað sem verk­efna­stjóri hjá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands. 

Sirrý er með aðstöðu á Ísafirði. 

 

 

 

Aðalsteinn Óskarsson

Sviðsstjóri byggðasviðs

Beinn sími 450-3001

GSM: 862-6092

adalsteinn@vestfirdir.is

 
Aðalsteinn lauk kandidatsnámi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö í Noregi árið 1990 og diplomanámi í opinberi stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann var forstöðumaður skrifstofu Byggðastofnunar á Ísafirði 1990 – 1998, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest) frá 1998 – 2007 og framkvæmdastjóri Fjórungssambandsins frá árinu 2007. Aðalsteinn fór með framkvæmdastjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga frá hausti 2003 til vors 2007, samkvæmt rekstrarsamningi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvest.

 

Díana Jóhannsdóttir

Sviðsstjóri atvinnusviðs

Beinn sími 450-3002

GSM: 869-1213

diana@vestfirdir.is

 

Díana Jóhannsdóttir er markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða. Hún er með skrifstofu í Vestrahúsinu á Ísafirði. Díana er með MSc í alþjóðlegri mannauðsstjórnun frá University of Portsmouth og BS í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri. Áður en Díana tók við stöðu markaðsfulltrúa starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

 

Lína Björg Tryggvadóttur

Verkefnastjóri

Beinn sími: 450-3008

GSM: 859-7870
lina@vestfirdir.is

 

Lína Björg hóf störf sem verkefnastjóri við Byggðaþróunardeild Fjórðungssambandsins haustið 2013. Hún er viðskiptafræðingur og hefur góða reynslu og þekkingu af verkefnastjórnun. Hún situr í skipulagsnefnd  auk þess situr hún í stjórn Viðlagatryggingar Íslands. Lína starfaði áður sem svæðis- og þjónustustjóri hjá Motus á Ísafirði. 

 

Skúli Gautason

Verkefnastjóri

GSM: 896-8412

skuli@vestfirdir.is

 

Skúli Gautason er menningarfulltrúi Vestfjarða og hefur aðsetur í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Hann er með MA-gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands. Hann hefur starfað sem viðburðastjóri Höfuðborgarstofu og framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og menningarfulltrúi í Hörgársveit. Hann hefur líka leikstýrt fjölda leiksýninga víða um land og er einnig þekktur fyrir að hafa stofnað og leikið með hljómsveitinni Sniglabandinu.

 

Margrét J. Birkisdóttir

Beinn sími: 450-3003

Netfang: greta[hjá]vestfirdir.is

 

Margrét sér um bókhald fyrir Vestfjaðastofu auk þess að sjá um almennt skrifstofuhald og önnur skipulagsmál.

 

 

 

 

 

 

Magnea Garðarsdóttir

Verkefnastjóri

Beinn sími: 450-3051

Netfang: magnea[hjá]vestfirdir.is

 

Magnea er uppalin í sveit í Eyjafirði en hefur búið á Ísafirði síðan 2008. Hún hefur lokið BA gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Einnig er hún lærður framreiðslumaður. Hún hefur fjölbreytta reynslu af ferðaþjónustu, en síðsta áratug starfaði hún hjá Bílaleigu Akureyrar.

 

María Maack

Verkefnastjóri

Beinn sími á Hólmavík: 451-0077
Beinn sími á Reykhólum: 430-3205
Farsími: 863-6509
Netfang: maria (hjá) vestfirdir.is

 

María er líffræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig MSc gráðu í stefnumótun og umhverfisstjórnun frá alþjóðegu umhverfisstofnuninni í Lundi, Svíþjóð. Hún hefur starfað hjá Íslenskri NýOrku, einnig rak hún ráðgjafastofuna Kríu sem beitti sér fyrir þróun í fræðandi og menningartengdri ferðaþjónustu. Hún kenndi við leiðsöguskólann eftir áratugastarf sem leiðsögumaður um Ísland á sumrin en síðustu ár hefur hún einbeitti sér að doktorsrannsóknum um rafvæðingu samgangna á Íslandi. María hefur skipt aðsetur á Reykhólum og á Hólmavík.

 

Birna Jónasdóttir

Verkefnastjóri

Beinn sími: 450-3052
Netfang: birna(hjá)vestfirdir.is

 

Birna er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Birna hefur starfað um árabil í ferðaþjónustu. 

Svipmynd