Stefnumˇtun sveitarfÚlaga

Hér má nálgast pappíra í tengslum við stefnumótun sveitarfélaga.

 

En í ályktun 61. Fjórðungsþing Vestfirðinga, segir að þingið; samþykkir að drög að greinargerðinni Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum – Fyrstu skref verði send sveitarfélögum á Vestfjörðum til umsagnar.

 

Greinargerð
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur staðið fyrir greiningu á því hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegri stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, ekki síst í ljósi væntanlegra mikilla framfara í samgöngu- og fjarskiptamálum fram til ársins 2020. Verkefnanefnd sem skipuð er fulltrúum frá öllum Vestfjörðum samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl sl.: „Í ljósi fyrirliggjandi gagna og greiningarvinnu, er [talið] að ákjósanlegt sé fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum að fara í stefnumótunarvinnu með gerð svæðisáætlunar.“ Teknir verði fyrir eftirfarandi málaflokkar: Innviðir, orkumál, fiskeldi, ferðaþjónusta, strandsvæði, sjálfbærni, náttúruvernd og fjölmenning.

 

Tillaga þessa efnis ásamt greinargerð verði send sveitarfélögum á Vestfjörðum til umsagnar og lögð fram að nýju á málþingi FV sem haldið verður þann 2. september 2016 að Laugarhóli í Bjarnarfirði.

 

Greinargerð í uppfærðri mynd var send sveitarfélögunum á Vestfjörðum til umsagnar þann 24. maí 2016. Við uppfærslu greinargerðarinnar var tekið mið af umræðu á 61. Fjórðungsþingi og var tillögu um efnisatriði svæðisáætlunar í kafla 3.3 breytt og  kafli um fjölmenningu verið felldur inn í umfjöllun um samfélag og umfjöllun um ferðaþjónustu er inni í kafla um atvinnumál. 

 

Hér er tengill á tenglasíðu þar sem sett eru inn fylgiskjöl og fundargerðir.

Svipmynd