Jar­arstund

Þann 25. mars. nk. kl 20:30-21:30 er stund tileinkuð jörðinni og kallast "Jarðarstund".  Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.


Nßnar

Hva­ er Earthcheck?

V÷rumerki Earthcheck umhverfisvottunar
V÷rumerki Earthcheck umhverfisvottunar

Vottunarsamtökin EC3 Global eru áströlsk samtök sem sjá um vottun samfélaga og ferðaþjónustuaðila og geta veitt þeim umhverfismerki. Samtök þessi hafa umsjón með EarthCheck vottunarkerfinu, sem byggir á hugmyndafræði Dagskrár 21 um ábyrga stjórnun og sjálfbæra þróun og var sett á fót með stuðningi Alþjóða ferðamálaráðsins og Alþjóða ferðamálasamtakanna árið 1994. Í upphafi gekk vottunarkerfið undir nafninu Green Globe en fyrri hluta árs 2010 varð breyting á og kerfið tók upp merki EarthCheck. EarthCheck umhverfismerkið er notað á ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaáfangastaði sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun. Merkið nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa samtökin vottað aðila í yfir 50 þjóðlöndum í öllum heimsálfum. Erlendis er því um þekkt og traust umhverfismerki að ræða.

EC3 Global eru enn sem komið er einu vottunarsamtökin í heiminum sem votta samfélög. Vottunarkerfið felur í sér að samtökin setja viðmið fyrir samfélagið í heild og því er í raun um trúverðugri leið til umhverfisúrbóta að ræða en felst í til dæmis Staðardagskrárvinnu og vottun samkvæmt ISO 14001 staðli. Í þeim verkefnum setur viðkomandi aðili sér sjálfur viðmið og segir þátttaka því lítið til um frammistöðu í samanburði við aðra aðila, þótt hún sé jákvæð. Með vottunarkerfinu veita samtökin samfélögum ramma til þess að mæla frammistöðu sína og vinna að stöðugum úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum.

Undirbúningur fyrir EarthCheck hófst á Vestfjörðum árið 2010, þegar það var ákveðið á haustþingi fjórðungssambandsins að öll sveitarfélögin á Vestfjörðum myndu taka þátt í verkefninu. Verkefnið er í höndum Fjórðungssambands Vestfirðinga á vegum sveitarfélaganna. Fyrir starfsárið 2014 eru Vestfirðir búnir að fá brons viðurkenningu frá samtökunum og nú stendur yfir athugun á því hvort að Vestfirðir geti fengið umhverfisvottun Earthcheck fyrir starfsárið 2015 en mun sú vottun vera árið 2016 ef tiltekst. 

Plastpokalausir Vestfir­ir

Nú hafa verið sendir fjölnota burðarpokar á hvert heimili á Vestfjörðum og ættu öll heimili að hafa fengið þá í pósti fyrir lok júlí. Verkefnið er hliðarverkefni sem hefur verið unnið í samhliða verkefni er snýr að því að fá sveitarfélögin á Vestfjörðum umhverfisvottuð. Verkefnið er á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða í samvinnu við sveitarfélögin og ber heitið Plastpokalausir Vestfirðir.


Nßnar

Starfsemi sveitarfÚlaganna me­ Bronze Benchmarking ■ri­ja ßri­ Ý r÷­

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitarfélögin vottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck. EarthCheck eru áströlsk vottunarsamtök sem eru þau einu í heiminum sem votta starfsemi sveitarfélaga.


Nßnar

A­standendur verkefnisins

Verkefninu er stýrt af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og sér verkefnastjóri byggðarþróunardeildar Lína Björg Tryggvadóttir lina@vestfirdir.is um að halda utan um verkefnið og  kemur upplýsingum áfram til bæjar- og sveitastjórnar svo og almennings.


Nßnar

Sameiginleg stefna sveitarfÚlaga ß Vestfj÷r­um um sjßlfbŠra ■rˇun Ý umhverfislegu og fÚlagslegu tilliti.

Sveitarfélögin innan Fjórðungssambands Vestfirðinga hafa samþykkt að marka þá stefnu að sérgreina sig sem umhverfisvænt og sjálfbært samfélag þar sem áhersla er lögð á að vernda sögu, minjar og landslag fyrir komandi framtíð. Sveitafélögin á Vestfjörðum hafa auknum mæli stuðlað að sjálfbærni  og horft meira til náttúru- og landverndar og eru með því að hvetja fyrirtæki, íbúa og opinberrar stofnanir á svæðinu að feta sömu braut. Myndi það hafa jákvæð áhrif á markaðssetningu hverskonar afurða er koma frá svæðinu.


Nßnar

Ferli umhverfisvottunar

Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík 3.- 4. september 2010 var fjallað um tillögu þess efnis að stefna bæri á að fá Vestfirði umhverfisvottaða. Var þá eftirfarandi ályktun færð til bókar. „Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkir að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli EarthCheck undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þingið felur stjórn og framkvæmdastjóra að kynna hugmyndina og kanna vilja sveitarstjórna og sækja um aðild að EarthCheck fyrir Vestfirði í heild ef viðbrögð verða jákvæð.“


Nßnar

Svipmynd