GrŠnt teymi

Í janúar 2017 var skipað í Grænt teymi vegna verkefnissins Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Í teymið voru skipuð Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, Ásta Þórisdóttir Kennari í Strandabyggð og Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt í Ísafjarðarbæ. Teymið fundar einu sinni í mánuði um þau málefni sem þarf að taka á og kemur upp með lausnir og hugmyndir hvernig hægt sé að vinna áfram að umhverfisvottun- og vitund.

 

SveitarfÚl÷gin ß Vestfj÷r­um me­ silfurvottun

Sveitarfélögin á Vestfjörðum fengu silfur vottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck fyrir starfsárið 2015. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin sem hafa unnið að þessu verkefni undanfarin þrjú árin, en verkefninu hefur verið stýrt af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og hefur Lína Björg Tryggvadóttir verið verkefnastjóri þess.

 

Sveitarfélögin níu á Vestfjörðum hafa undanfarin þrjú árin staðist viðmið og fengið brons benchmarking viðurkenningu, en sumarið 2016 var ákveðið að stíga skrefið að fullu og sækja um fulla vottun fyrir starfsárið 2015. Verkefnið var samþykkt sem áhersluverkefni í Sóknaráætlun 2015-2019 og var þannig hægt að setja frekari áherslu á verkefnið.

 

Vottunarsamtökin EarthCheck eru alþjóðleg samtök sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu, samtökin eru þróuð af fyrirtæki sem er í eigu ástralskrar ferðamannaþjónustu, ríkis og háskóla. EarthCheck eru einu samtökin sem umhverfisvotta starfssemi sveitarfélaga.

 

Vottunin er veitt fyrir starfsemi sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum og eru ýmsir þættir skoðaðir eins og innkaup sveitarfélaga, orkunotkun og nýting, vatnsnotkun og nýting, sorpförgun og endurvinnsla ásamt ýmsum öðrum þáttum.

Sveitarfélögin hafa einnig staðið að verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir og er það verkefni sprottið út frá umhverfisvottunarverkefninu og hefur verkefnastjóri Fjórðungssambandsins stýrt því samhliða.

 

Vottunin eru mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin sem hafa með þessu verkefni sýnt fordæmi í umhverfisvitund og fylgja í fótspor sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, en þau eru með vottun frá EarthCheck. 

Jar­arstund

Þann 25. mars. nk. kl 20:30-21:30 er stund tileinkuð jörðinni og kallast "Jarðarstund".  Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.


Nßnar

Hva­ er Earthcheck?

V÷rumerki Earthcheck umhverfisvottunar
V÷rumerki Earthcheck umhverfisvottunar

Vottunarsamtökin EC3 Global eru áströlsk samtök sem sjá um vottun samfélaga og ferðaþjónustuaðila og geta veitt þeim umhverfismerki. Samtök þessi hafa umsjón með EarthCheck vottunarkerfinu, sem byggir á hugmyndafræði Dagskrár 21 um ábyrga stjórnun og sjálfbæra þróun og var sett á fót með stuðningi Alþjóða ferðamálaráðsins og Alþjóða ferðamálasamtakanna árið 1994. Í upphafi gekk vottunarkerfið undir nafninu Green Globe en fyrri hluta árs 2010 varð breyting á og kerfið tók upp merki EarthCheck. EarthCheck umhverfismerkið er notað á ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaáfangastaði sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun. Merkið nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa samtökin vottað aðila í yfir 50 þjóðlöndum í öllum heimsálfum. Erlendis er því um þekkt og traust umhverfismerki að ræða.

EC3 Global eru enn sem komið er einu vottunarsamtökin í heiminum sem votta samfélög. Vottunarkerfið felur í sér að samtökin setja viðmið fyrir samfélagið í heild og því er í raun um trúverðugri leið til umhverfisúrbóta að ræða en felst í til dæmis Staðardagskrárvinnu og vottun samkvæmt ISO 14001 staðli. Í þeim verkefnum setur viðkomandi aðili sér sjálfur viðmið og segir þátttaka því lítið til um frammistöðu í samanburði við aðra aðila, þótt hún sé jákvæð. Með vottunarkerfinu veita samtökin samfélögum ramma til þess að mæla frammistöðu sína og vinna að stöðugum úrbótum í umhverfis- og samfélagsmálum.

Undirbúningur fyrir EarthCheck hófst á Vestfjörðum árið 2010, þegar það var ákveðið á haustþingi fjórðungssambandsins að öll sveitarfélögin á Vestfjörðum myndu taka þátt í verkefninu. Verkefnið er í höndum Fjórðungssambands Vestfirðinga á vegum sveitarfélaganna. Fyrir starfsárið 2014 eru Vestfirðir búnir að fá brons viðurkenningu frá samtökunum og nú stendur yfir athugun á því hvort að Vestfirðir geti fengið umhverfisvottun Earthcheck fyrir starfsárið 2015 en mun sú vottun vera árið 2016 ef tiltekst. 

Plastpokalausir Vestfir­ir

Nú hafa verið sendir fjölnota burðarpokar á hvert heimili á Vestfjörðum og ættu öll heimili að hafa fengið þá í pósti fyrir lok júlí. Verkefnið er hliðarverkefni sem hefur verið unnið í samhliða verkefni er snýr að því að fá sveitarfélögin á Vestfjörðum umhverfisvottuð. Verkefnið er á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða í samvinnu við sveitarfélögin og ber heitið Plastpokalausir Vestfirðir.


Nßnar

Starfsemi sveitarfÚlaganna me­ Bronze Benchmarking ■ri­ja ßri­ Ý r÷­

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum unnið að því að fá sveitarfélögin vottuð af vottunarsamtökunum EarthCheck. EarthCheck eru áströlsk vottunarsamtök sem eru þau einu í heiminum sem votta starfsemi sveitarfélaga.


Nßnar

A­standendur verkefnisins

Verkefninu er stýrt af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og sér verkefnastjóri byggðarþróunardeildar Lína Björg Tryggvadóttir lina@vestfirdir.is um að halda utan um verkefnið og  kemur upplýsingum áfram til bæjar- og sveitastjórnar svo og almennings.


Nßnar

Sameiginleg stefna sveitarfÚlaga ß Vestfj÷r­um um sjßlfbŠra ■rˇun Ý umhverfislegu og fÚlagslegu tilliti.

Sveitarfélögin innan Fjórðungssambands Vestfirðinga hafa samþykkt að marka þá stefnu að sérgreina sig sem umhverfisvænt og sjálfbært samfélag þar sem áhersla er lögð á að vernda sögu, minjar og landslag fyrir komandi framtíð. Sveitafélögin á Vestfjörðum hafa auknum mæli stuðlað að sjálfbærni  og horft meira til náttúru- og landverndar og eru með því að hvetja fyrirtæki, íbúa og opinberrar stofnanir á svæðinu að feta sömu braut. Myndi það hafa jákvæð áhrif á markaðssetningu hverskonar afurða er koma frá svæðinu.


Nßnar

Ferli umhverfisvottunar

Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík 3.- 4. september 2010 var fjallað um tillögu þess efnis að stefna bæri á að fá Vestfirði umhverfisvottaða. Var þá eftirfarandi ályktun færð til bókar. „Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkir að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli EarthCheck undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þingið felur stjórn og framkvæmdastjóra að kynna hugmyndina og kanna vilja sveitarstjórna og sækja um aðild að EarthCheck fyrir Vestfirði í heild ef viðbrögð verða jákvæð.“


Nßnar

Svipmynd