Plastpokalausir Vestfir­ir

Nú hafa verið sendir fjölnota burðarpokar á hvert heimili á Vestfjörðum og ættu öll heimili að hafa fengið þá í pósti fyrir lok júlí. Verkefnið er hliðarverkefni sem hefur verið unnið í samhliða verkefni er snýr að því að fá sveitarfélögin á Vestfjörðum umhverfisvottuð. Verkefnið er á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða í samvinnu við sveitarfélögin og ber heitið Plastpokalausir Vestfirðir.

 

Verkefnið hlaut styrk frá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu upp á 800 þúsund kr. og hefur það fjármagn verið nýtt til að kaupa fjölnota poka, hanna logo og fjármagna annan kostnað sem hlotist hefur af verkefninu  
Íbúar á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og huga að því hvort möguleiki sé að finna aðrar lausnir en plastpoka þegar verslað er.

 

Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið  hafa skilað af sér skýrslu þar sem komu fram tillögur með aðgerðum þar sem draga ætti úr notkun burðarplastpoka á Íslandi. Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa því með þessu verkefni sýnt fordæmi í því að reyna að minka notkun plastpoka á Íslandi 

 

Þegar neysluvenjur norskra neytenda voru skoðaðar kom í ljós að um það bil 70 milljón plastpoka er hent þar árlega og hver þeirra er ekki notaður nema í ca 20 mínútur að meðaltali. Ekki eru til staðfestar tölur fyrir Ísland en talið er að hver Íslendingur noti um 150 plastpoka á ári. Árið 2014 er talið að það hafi verið um 5.250 milljarðar plaststykkja í sjónum og að um 10 milljón tonna af plasti lendi í sjónum árlega, eða um 1 kg af plasti á hvert mannsbarn í heiminum. Mikun plastnotkunar er því þarft verkefni.

Svipmynd