Fara í efni

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Vestfjarða. Styrkirnir eru tvennskonar; verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar ásamt stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar. Vestfjarðastofa annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir nýsköpun, uppbyggingu atvinnulífs og menningarstarf á Vestfjörðum. 

Opið fyrir umsóknir til hádegis 22. október.

Rafræn vinnustofa verður á Teams miðvikudaginn 15. október klukkan 12. Hægt er að sækja hana með því að smella hér. 

Hvar sæki ég um?

 

 

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

 

Veittir eru tvenns konar styrkir úr Uppbyggingarsjóð Vestfjarða;

  • Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar og á sviði menningar
  • Stofn og rekstrarstyrkir til menningarstofnana

Að jafnaði er litið til verkefna sem efla listir, menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu og fjölgun atvinnutækifæra. Þá er horft til verkefna sem stuðla að vöruþróun og gæðum hönnunar, auka fagmennsku á sviði lista og menningar, styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónstu og eru gjaldeyrisskapandi.

Umsóknir þurfa að falla að markmiðum og áherslum gildandi Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029

 

Uppbyggingarsjóður styrkir ekki meira en 50% af styrkhæfum heildarkostnaði verkefna.    

Frekari upplýsingar um áherslur og úthlutnarreglur má finna hér -
Úthlutunarreglur fyrir 2026

Árið 2026 er lögð sérstök áhersla á verkefni sem efla vetrarferðaþjónustu.

Hvernig gengur úthlutunin fyrir sig?

 

Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru kosin er á Fjórðungsþingi Vestfirðinga. Þau annast val verkefna að undangengnu umsóknarferli. Fagráð menningar og nýsköpunar velja hvaða verkefni skulu hljóta styrk en úthlutunarnefnd ákvarðar styrkupphæðir.

Áherslur úthlutana byggja á gildandi Sóknaráætlun Vestfjarða. Árlega er úthlutað um 50 milljónum króna úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.  

 

Skýrslur  

 

Önnur tungumál
Click here for instructions in English
Informacje o Funduszu Rozwoju Fiordów Zachodnich w języku polskim

Tengdar fréttir