Styrk˙thlutanir

Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 21. nóvember.

Nú tekur úthlutunarnefnd til starfa og fer yfir umsóknirnar. Niðurstaðna er að vænta um miðjan desember. 

 

Sérstaklega verður litið til verkefna sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða:

 

a)     Verkefni sem efla nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu

b)     Verkefni sem stuðla að vöru- og gæðaþróun í starfandi fyrirtækjum

c)     Verkefni sem mynda atvinnutækifæri og auka fagmennsku á sviði lista og menningar

d)     Verkefni sem efla samstarf, ýmist á milli svæða, listgreina, fyrirtækja eða rannsóknaraðila

e)     Verkefni sem styðja við uppbyggingu og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu

f)      Verkefni sem skapa störf fyrir háskólamenntaðar konur og ungt fólk á svæðinu

g)      Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni sem eru gjaldeyrisskapandi

h)      Atvinnuþróunarverkefni sem eru á sviði líftækni

 

Uppbyggingarsjóður er hluti af Sóknaráætlunar Vestfjarða og í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann veitir styrki til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Uppbyggingarsjóður varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Sérstök níu manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs sér um að fara yfir umsóknir og úthluta styrkjum, á grundvelli Sóknaráætlunar Vestfjarða, áherslna og úthlutunarreglna, auk gæða umsókna og verkefna. Í úthlutun ársins 2018 verður væntanlega úthlutað allt að 50 milljónum króna úr sjóðnum.

 

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrki til allt að tveggja ára. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun þarf að miðast við þann tímaramma í umsóknum. 

  

Vel gerð og ítarleg umsókn eykur möguleikana á styrk og nauðsynlegt er að kynna sér úthlutunarreglur vandlega. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til að vinna að umsókn og gera hana sem best úr garði, þannig að árangur náist. Umsækjendum er bent á að taka afrit af umsóknargögnum.  

 

Starfsmenn Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða veita ráðgjöf við gerð umsókna. Sendið póst á netfangið uppbygging@vestfirdir.is

 

Leiðbeiningar um styrkumsóknir

 

Úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða árið 2018 (pdf-skjal)

 

Auk úthlutunarreglna skulu umsækjendur taka mið af eftirfarandi sóknaráætlun landshlutans og samningi um sóknaráætlun:

Svipmynd