┌thlutunarreglur: Stofn- og rekstrarstyrkir 2014

 

1. Úthlutun á stofn- og rekstarstyrkjum byggir á samningi mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Markmiðið með stofn- og rekstrarstyrkjum er að styðja við og efla starfsemi á sviði lista og safna á Vestfjörðum. Umsækjendur geta verið félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu.

2. Við úthlutun ársins 2014 verður samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum sérstaklega litið til aðila sem falla að eftirfarandi áherslum: 
# Efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.
# Stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í listum og menningu og menningartengdri ferðaþjónustu.
# Fjölga atvinnutækifærum á sviði lista og menningar.

 

3. Umsækjendur verða að geta sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarráð Vestfjarða. Styrkir ráðsins geta aldrei numið hærri fjárhæð en helmingi alls kostnaðar rekstrarárið 2014.

4. Umsóknin skal vera á eyðublöðum frá Menningarráði Vestfjarða. Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á starfsemi umsækjanda með verkáætlun og tímasetningum, ásamt ítarlegri fjárhagsáætlun fyrir árið 2014. Einnig er óskað eftir ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár.

5. Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir þeirri starfsemi sem styrkumsóknin nær til.

6. Menningarráð Vestfjarða og styrkþegi gera með sér samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu, skil á skýrslum og eftirfylgni. Að öðru leyti ber styrkþega að veita Menningarráði upplýsingar um starfsemina þegar eftir því er leitað og eins getur Menningarráð óskað eftir bókhaldsgögnum.

 

7. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum frá Menningarráðinu og er mælst til þess að þær séu sendar inn rafrænt í gegnum vefsíðu Menningarráðsins eða í tölvupósti. Umsóknir sem sendar eru í pósti þurfa að vera póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2014.

8. Menningarráð Vestfjarða heitir umsækjendum fyllsta trúnaði varðandi umsóknir þeirra.
 
Samþykkt af Menningarráði Vestfjarða
22. maí 2014

Svipmynd