┌thlutunarreglur: Verkefnastyrkir 2014

 

1. Tilgangur styrkjanna, samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Fjórðungssambands Vestfirðinga, er að efla menningarstarfsemi á Vestfjörðum og gera hana sem sýnilegasta.
 
2. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og menningarverkefni á Vestfjörðum. Miðað er við að verkefni sem fá stuðning komi eða hafi komið til framkvæmda á árinu 2014. Ef verkefni hefur ekki komið til framkvæmda fyrir árslok 2014 mega styrkþegar gera ráð fyrir að styrkir falli niður, nema um annað hafi verið samið.
 
3. Við úthlutun ársins 2014 verður samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum sérstaklega litið til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur: 
# Verkefni sem efla samstarf á sviði menningarmála á Vestfjörðum.
# Verkefni sem stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í listum og menningu og menningartengdri ferðaþjónustu.
# Verkefni sem fjölga atvinnutækifærum á sviði lista og menningar.

 

4. Verkefnastyrkir Menningarráðs eru veittir til afmarkaðra menningarverkefna. Verkefnastyrkir eru ekki veittir til:
# Reksturs menningarstofnana eða félaga.
# Stofnkostnaðar (svo sem byggingakostnaðar eða tækjakaupa).
# Endurbóta eða kaupa á húsnæði.
# Skráningar á menningarminjum.
# Forvörslu safngripa.
# Hefðbundinna bæjarhátíða.
# Almennra samkoma eða viðburða án sýnilegrar sérstöðu s.s. hefðbundinnar starfsemi íþróttafélaga, hefðbundins menningarstarfs safnaða og hefðbundins menningarstarfs innan skóla.

5. Styrkir Menningarráðsins geta aldrei verið hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar við verkefni.

6. Umsóknir skulu vera á eyðublöðum frá Menningarráðinu og er mælst til þess að þær séu sendar inn rafrænt í gegnum vefsíðu Menningarráðsins eða í tölvupósti. Umsóknir sem sendar eru í pósti þurfa að vera póststimplaðar eigi síðar en síðasta umsóknardag. Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2014.

7. Í umsókninni verður að vera greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ásamt ítarlegri fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun). Einnig þarf greinargóðar upplýsingar um aðstandendur og samstarfsaðila, ef þeir eru til staðar, og hlutverk þeirra í verkefninu. Fylgiskjöl með umsóknum um verkefnastyrki eru afþökkuð, í umsóknunum sjálfum á allt að koma fram sem máli skiptir. Umsóknir þurfa að uppfylla þessi skilyrði til að vera teknar til umfjöllunar.
 
8. Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnisins.

9. Menningarráð Vestfjarða og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu og eftirfylgni. Styrkþegi skal skila lokaskýrslu sem felur í sér lýsingu á framkvæmd og árangri verkefnisins, yfirlit um kostnað, auk umsagnar um verkefnið til birtingar á vefsíðu ráðsins. Eins ber styrkþega að veita Menningarráði Vestfjarða upplýsingar um framkvæmd verkefnisins og skila áfangaskýrslu þegar eftir því er leitað. Útborgun styrkja er háð skilum lokaskýrslu og ef ekkert verður af verkefni eða verulegar breytingar verða á því eru styrkir afturkræfir.


10. Menningarráð Vestfjarða heitir fyllsta trúnaði gagnvart umsækjendum varðandi umsóknir þeirra.


Samþykkt af Menningarráði Vestfjarða
22. maí 2014 

Svipmynd