Verkefni Fjˇr­ungssambands Vestfir­inga

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur unnið ötult starf í meira en hálfa öld og fæst við margvísleg verkefni. Sérstakar vefsíður má finna um eftirtalin verkefni:

 

Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019

Umhverfisvottun Vestfjarða

Nýtingaráætlun strandsvæða

Vaxtarsamningur Vestfjarða

 

Að miklu leyti hefur starf Fjórðungssambandsins verið unnið á bak við tjöldin. Sú vinna hefur að verulegu leyti snúið að ríkisvaldinu og stofnunum þess og allur almenningur hefur lítið orðið hennar var, fyrr en árangurinn hefur litið dagsins ljós. Og jafnvel þá hafa oft fáir gert sér grein fyrir þætti sambandsins í þeim árangri, jafnvel þótt hann hafi ráðið úrslitum.

Hlutur Fjórðungssambandsins í framgangi hagsmunamála vestfirskra byggða hefur þannig jafnan lítið verið auglýstur. Hér er ekki rúm til að telja upp einstök mál og skal því eitt látið nægja: Fjórðungssamband Vestfirðinga og þáverandi framkvæmdastjóri þess, Jóhann T. Bjarnason, áttu meiri þátt í því en nokkur annar að jarðgöngin undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði urðu að veruleika.

Málaflokkar þeir sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur látið til sín taka yrðu löng upptalning. Hér skal aðeins af handahófi minnt á eftirfarandi málaflokka:

  • samgöngur
  • orkumál
  • atvinnulíf
  • skólamál
  • ferðamál
  • rannsóknir á auðlindum
  • símamál
  • skógrækt
  • heilbrigðisþjónustu
  • hafnamál

Svipmynd