Fara í efni

Deildarstjóri — Umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar

Störf í boði

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í ört vaxandi sveitarfélagi, þar sem fjölmörg stór og spennandi uppbyggingarverkefni eru fram undan og viðkomandi mun taka þátt í að vinna markvisst að. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri.

Helstu verkefni:

  • Áætlanagerð um byggingarmál fyrir opinbera aðila, s.s. kostnaður og viðhald
  • Viðhald fasteignagrunns og samráð við fjármáladeild vegna álagningar fasteignagjalda í samráði við byggingarfulltrúa, nýskráningar mannvirkja og breyttar skráningar
  • Stuðningur og samskipti við Áhaldahús/þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar, m.a. vegna yfirferðar reikninga m.t.t. vetrarþjónustu og veitna, umferðarmerkinga, viðhald og umhirðu gatna/opinna svæða/almenningsgarða
  • Samráð við sviðsstjóra vegna verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins
  • Samráð við sviðsstjóra vegna skipulags- og byggingarskilmála
  • Umsjón með verðfyrirspurnum til verktaka vegna viðhalds og framkvæmda
  • Gerð kostnaðar- og viðhaldsáætlana í Hannarr eða sambærilegum hússtjórnunarkerfum
  • Almannavarnartryggingar, fráveita, vatnsveita, hafnarmannvirki og skíðasvæði, skrá kostnaðarmat yfir verðmæti mannvirkja og viðhalda því
  • Umsjón með eignaskrá fasteigna, eftirfylgni með eignum, sala eigna og lausafjármuna, utanumhald um viðhald og skráning á viðhaldsþörf í viðhaldskerfi fasteigna
  • Leysir sviðsstjóra af í hans fjarveru

Menntun og hæfni:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. byggingafræði, iðnfræði, tæknifræði
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Þekking og reynsla af byggingarmálum kostur
  • Þekking á þeim lögum og reglugerðum sem gilda um málaflokkinn æskileg
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð skipulags- og samskiptafærni
  • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg, grunnþekking í AutoCad kostur
  • Góð íslenskufærni í ræðu og riti, önnur tungumál kostur
  • Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki
  • Almenn ökuréttindi

Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Axel R. Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs í gegnum tölvupóst (axelov@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.

Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2024. Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til Baldurs Inga Jónassonar mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-