Fara í efni

Þróunarsjóður Flateyrar

Þróunarsjóður Flateyrar

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020 var skipaður starfshópur sem gerði tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri og Önundarfirði. Ein af þeim var að stofnaður yrði Þróunarsjóður til að veita styrki í nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri. Sjóðurinn er fjármagnaður af ríkissjóði og úthlutar u.þ.b. 20 miljónum á ári á þriggja ára tímabili 2020-2023, en fyrsta og síðasta árið teljast hálf og því úthlutað 10 miljónum.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á svæðinu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga.

Mat verkefna tekur mið af niðurstöðum íbúaþings og annars íbúasamráðs á Flateyri og markmiðum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Þær umsóknir sem berast í sjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn byggðarlagsins sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfaráði Önundarfjarðar. Þeir eru Arna Lára Jónsdóttir og Jóhann Birkir Helgason frá Ísafjarðarbæ, Ívar Kristjánsson og Hrefna Valdemarsdóttir frá hverfaráðinu og Sigríður Kristjánsdóttir frá Vestfjarðastofu. Hæfnisreglur stjórnsýslulaga gilda um störf verkefnastjórnar við úthlutun styrkja. Allir sem búa yfir hugmyndum að nýsköpunar- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu á Flateyri eru hvattir til að sækja um. 


Þróunarsjóðurinn hefur lokið störfum

Þau sem eiga eftir að skila inn lokaskýrslum er bent á að senda þær á magnea@vestfirdir.is

Tengdar fréttir