Vestfjarðaleiðin
Markmið
- Vinna stendur yfir við þróun ferðaleiðarinnar Vestfjarðaleiðin sem liggur um Vestfirðir og Dali. Unnið hefur verið með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail að þróun ferðaleiðarinnar og vinnukistu fyrir aðildarfyrirtæki. Einnig er unnið með almannatengslaskrifstofunni Cohn og Wolfe að mörkun og markaðsaðgerðum í tengslum við verkefnið.
Verkefnalýsing
- Vegna Covid-19 hefur röðun verkþátta breyst að einhverju leiti. Í stað vinnustofu og funda var lögð meiri áhersla 2020 á að undirbúa markaðssetningu og kynna verkefnið í gegnum net og samfélagsmiðla. Fyrri hluti árs 2021 var jafnframt nýttur til að vinna að nýrri heimasíðu, og gerð markaðsefnis. Bundnar eru vonir við að með léttingu samkomutakmarkana um mitt ár sé hægt að koma aftur á vinnustofum og fundum í tengslum við verkefnið.
- Árangursmælikvarðar
Leiðin þróuð
Unnin mörkunarvinna vegna leiðarinnar
Vestfjarðaleiðin opnuð
Heimasíða verkefnisins opnuð
Vinnustofur vegna verkefnisins haldnar
Markaðssetning og kynningarmál - Staða verkefnis í lok árs 2021 - Þróun ferðamannaleiðarinnar er lokið, sett hefur verið upp heimasíða vegna verkefnisins og unnin hefur verið PR vinna og markaðssetning á leiðinni.
- Lokaafurð:
Vestfjarðaleiðin orðin þekkt vörumerki og leiðin orðin gott mótvægi við hringveginn. Ferðaþjónustuaðilar svæðis þekkjast betur í gegnum öflugt tengslanet og geta þannig ýtt undir lengri dvöl með því að beina viðskiptavinum sínum að aðrar vörur og þjónustu á svæðinu.
Opnun Vestfjarðaleiðarinnar markar skref í lengingu ferðaþjónustutímabilsins.- Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
- Verkefnisstjóri - Díana Jóhannsdóttir og Birna Jónasdóttir
- Tímarammi - janúar - desember 2021
- Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára - Kr. 18.000.000- sem skiptis jafnt á árin eða 6.000.000 á ári
Samfélagssáttmáli Vestfjarða
Markmið
- Gerður verði samfélagssáttmáli milli sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja um uppbyggingu innviða og hagsmunamál er varða fiskeldi á Vestfjörðum fyrir árslok 2021
- Samfélagssáttmáli grundvallist á Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða og leggi grunn að Svæðisskipulagi fyrir Vestfirði
Verkefnalýsing
1. Vestfjarðastofa vinnur með sveitarfélögunum í að finna leiðir að markmiði.
2. Uppbygging byggð á sameiginlegri sýn: Samkomulag fiskeldisfyrirtækja og sveitarfélaga um sameiginlega sýn á uppbyggingu atvinnugreinarinnar í sátt við umhverfi og samfélag
3. Auðlindagjöld til svæðsins í formi uppbyggingar innviða : Aðkoma ríkis felist í samkomulagi við sveitarfélög á Vestfjörðum um uppbyggingu innviða til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins.
Tímasett 10 ára áætlun um uppbyggingu innviða sem tryggi samkeppnishæfa umgjörð samfélags og atvinnulífs.
Verkefni ársins 2021
- Sáttmáli
- Reglulegir fundir með sveitastjórum á Vestfjörðum
- Greiningarvinna og upplýsingaöflun
- Viðtöl við hagaðila
- Fiskeldisfundir á Vestfjörðum
- Árangursmælikvarðar
Sáttmálinn hefur verið skrifaður og undirritaður.
Niðurstöður þeirrar greiningarvinnu sem þegar hefur verið unnin og framkvæmdaáætlun um næstu skref kynnt.
Fiskeldisfundir haldnir 20. september 2021 á Patreksfirði um 80 þáttakendur og á Ísafirði 21. september 2021 um 80 þáttakendur og 40 í streymi.
Þegar hefur vinna hafist við að kynna áherslur sveitafélaganna fyrir stjórnvöldum og stofnunum er málið varðar. - Staða verkefnis í lok árs 2021 - Samfélagssáttmáli um fiskeldi var undirritaður þann 15. júlí 2021 af þeim sveitafélögum á Vestfjörðum sem koma á einhvern hátt að fiskeldi.
- Lokaafurð - Sáttmáli, samstaða sveitarfélaganna sem koma að fiskeldi á Vestfjörðum, bætt staða þekkingar, tillögur að bættu lagaumhverfi í fiskeldi til að styrkja fiskeldissveitarfélögin, ávinningur samfélagsins er sameiginleg sýn á hvernig greinin getur orðið ný atvinnugrein með fjölda tækifæra til að efla samfélögin á Vestfjörðum
- Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa
- Verkefnisstjóri - Guðrún Anna Finnbogadóttir
- Tímarammi - mars - desember 2021
- Framlag úr Sóknaráætlun 2021 - Kr. 14.000.000-
Sýnilegri Vestfirðir
Markmið
- Að standa að 2-3 viðburðum á ári sem stuðla að auknum sýnileika Vestfjarða sem fjárfestingakosti og til búsetu.
- Að segja 20-30 sögur af Vestfirðingum, einstaklingum og fyrirtækjum sem geta haft áhrif á ímynd svæðisins.
- Að miðla almennum og sértækum upplýsingum Vestfirði svo sem fjárfestingakosti, umhverfismál og fleira gegnum vef og samfélagsmiðla.
Verkefnalýsing
Verkefnið er til þriggja ára. Verkefnið er hugsað sem framhald verkefnisins „Vestfirðingar – Almannatengsl“ sem var áhersluverkefni árið 2018. Á verkefnatímanum verða haldnir amk tveir stórir viðburðir á ári til að auka sýnileka svæðisins miðað við tiltekna markhópa. Áherslur verða áfram lagðar á Vestfirðingar- sögur sem en á árinu 2020 verður sjónum beint að fyrirtækjum á svæðinu. Framsetning og miðlun efnis um Vestfirði skiptir miklu máli og hér er horft til þess að miðla efni um fjárfestingar á Vestfjörðum og láta vinna greiningar sem styðja við málflutning svæðisins um mikilvæg mál.
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Tímarammi - janúar - desember 2021
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára sem skiptist jafnt á árin kr.22.500.000
Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar
Markmið
- Að stofna sjóð þar sem nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar geta leitað í til að efla verkefni sín og starfsemi.
- Stuðla að uppbyggingu nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Vestfjörðum
Verkefnislýsing
Stofnaður var sjóður sem Vestfjarðastofa sé um þar sem tíu miljónir verði í boði fyrir nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar á Vestfjörðum. Úthlutun verður auglýst á vefsíðu Vestfjarðastofu og vefmiðlum á Vestfjörðum.
Unnið á árinu 2021:
Úthlutað var styrkjum að upphæð 9.000.000 til fjögurra starfandi nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á árinu.
Verbúðin Flak - 3.000.000 (hætt við verkefni og styrk skilað)
Þróunarsetrið á Hólmavík - 2.000.000
Blábankinn - Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri - 2.000.000
Djúpið, Frumkvöðlasetur - 2.000.000
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Verkefnisstjóri - Agnes Arnardóttir
Tímarammi - janúar - desember 2021
Framlag úr Sóknaráætlun 2021- Kr.7.000.000-
Visit Westfjords
Markmið
- Að sinna árið 2021 beinni erlendri markaðssetningu á vestfirskri ferðaþjónustu, með vinnustofum, kynningum, blaðamanna-ferðum og samfélagsmiðlum.
- Að leggja áherslu á samfélagsmiðla og stafrænar lausnir í markaðssetningu svæðisins.
- Að blása lífi í blogg Visit Westfjords undir nafninu Bestfjords.
Verkefnislýsing
Verkefnið snýr að almennri markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna. Verkefninu er skipt niður í fimm þætti:
1. Samfélagsmiðlar og vefur
2. Blaðamannaferðir
3. FAM ferð
4. Sýningar/vinnustofur
5. Beinar auglýsingar
Verkefnið er heilsteypt markaðsvinna fyrir Markaðsstofu Vestfjarða sem horfir til þeirra áhersluþátta sem settir hafa verið t.d með tilliti til lengingar ferðamannatímabilsins og dreifingar ferðamanna innan svæðisins.
Árangursmælikvarðar:
Fjöldi funda/vinnustofa
Fjöldi blaðamanna/áhrifavaldaferða
Auglýsingar vegna Keyrðu kjálkann
Auglýsingar vegna Vestur í vetur
Verkefni ársins 2021: Verkþættir Visit Westfjords eru í grunninn árlegir en vegna covid hefur vinnustofum verið frestað og fundir að mestu leyti verið fjarfundir. Á meðan hefur verið lögð áhersla á starfræna markaðssetningu. Vegna stöðunnar var lögð sérstök áhersla á innanlandsmarkaðs og var keyrð sumarherferð undir merkjum Keyrðu kjálkann. En jafnframt var undirbúin vetrarherferð undir merkjum Vestur í vetur sem ekki var hægt að setja í loftið vegna samkomutakmarkanna.
Verkefnið Visit Westfjords er í grunninn til að auka sýnileika Vestfjarða og til að sinna almennu markaðsstarfi sem ekki er fjármagnað með öðrum hætti.
Lokaafurð:
Fundir og vinnustofur.
Birtar auglýsingar fyrir Keyrðu kjálkann.
Fjöldi blaðamannaferða og áhrifavaldaferða.
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Verkefnisstjóri - Díana Jóhannsdóttir
Tímarammi - janúar - desember 2021
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára sem skiptist jafnt á árin Kr. 16.500.000- eða 5.5000.000 á ári.
Samstarfsverkefni í orkumálum - Blámi
Markmið
Að efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna. Með orkuskiptum er átt við að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði. Markmiðið er að ýta undir orku- og loftslagstengda nýsköpun, efla frumkvöðla og styrkja nýsköpunarumhverfið á Vestfjörðum
Verkefnalýsing
Ætlunin með Bláma er að leiða saman aðila sem geta unnið saman við það að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókna og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Með nýjum tækifærum og auknu samstarfi á milli fyrirtækja og opinberra aðila er hægt að ýta undir að verkefni og tækifæri sem skapast á svæðinu þróist í átt að hringrásarhagkerfi, þar sem verðmætasköpun úr vannýttu hráefni er aukin, bæði úr því sem er til staðar og því sem verður til vegna nýrra verkefna eða framleiðslu.
Blámi er samstarfverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu.
Árangursmælikvarðar
Aðgerðir og umfjöllun um orkuskipti
Umsóknir um erlenda og innlenda styrki til verkefna á sviði loftslags- og orkumála
Lokaafurð:
Fyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum verði sýnilegir og virkir þátttakendur í orkuskiptum og til verði nýsköpunarverkefni á sviði orkumála á Vestfjörðum.
Framkvæmdaraðili: Blámi
Tímarammi - 2021-2023
Framlag úr Sóknaráætlun 2021 - Kr. 7.500.000.-