Vestfirðingar heimsóttu fyrirmyndareyjuna Samsö
Í byrjun mars hélt fríður flokkur Vestfirðinga til eyjunnar Samsö í Danmörku, sem hefur getið sér gott orð fyrir góðan árangur í loftslagsmálum. Verkefnastjórn RECET (Rural Europe for Clean Energy Transition) sem Vestfjarðastofa er aðili að bauð til ferðarinnar. Auk starfsfólks Vestfjarðastofu fór í ferðina sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum frá sveitarfélögum sem taka þátt í RECET.
20. mars 2024