Fara í efni

Umhverfismál

Vestfjarðastofa starfar náið með sveitarfélögunum á Vestfjörðum að umhverfismálum, enda hafa Vestfirðir einsett sér að standa framarlega í umhverfismálum. Sveitarfélögin hafa meðal annars unnið sér inn silfurvottun umhverfissamtakanna Earth Check. Vestfjarðastofa heldur utan um þá vottun með verkefninu Umhverfisvottun Vestfjarða

Vestfjarðastofa heldur einnig utan um verkefnið Græn skref en verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi sveitarfélaganna  ásamt því að skapa fordæmi í því að minnka umhverfisáhrif með kerfisbundnum hætti. 

Vestfjarðastofa heldur jafnframt utan um tilraunaverkefnið Náttúrulega Vestfirðir sem er tilraun til að búa til samfélag á Facebook þar sem Vestfirðingar geta deilt góðum ráðum til að minnka plastnotkun og önnur umhverfismál. 

Tengdar fréttir