Vestfjarðastofa starfar náið með sveitarfélögunum á Vestfjörðum að umhverfismálum, enda hafa Vestfirðir einsett sér að standa framarlega í umhverfismálum.
Á sviði umhverfis- og loftslagsmála er nú unnið að gerð loftslagsstefnu sem er lagaskylda sveitarfélaganna. Hluti af gerð loftslagsstefnu er gerð áætlunar um orkuskipti Recet, áætlunar um kolefnisjöfnun, innleiðing rafræns græns bókhalds og úttekt á kolefnisspori Vestfjarða.
Vestfjarðastofa hefur einnig með höndum verkefni á sviði hringrásarhagkerfisins og var gerð svæðisáætlunar um úrgang lokið árið 2024. Við tók eftirfylgni svæðisáætlunar sem úrgangsráð Vestfjarða og hringrásarfulltrúi sinna.
Vestfjarðastofa heldur utan um verkefnið Græn skref en verkefnið snýst um að minnka kolefnisspor sveitarfélaganna, efla umhverfisvitund og styðja við gerð loftlagsstefnu.
Vestfjarðastofa sinnir ýmsum öðrum umhverfimálum.Til dæmis með þátttöku í gerð svæðisskipulags Vestfjarða og má þar nefna umfjöllun um þjóðgarða og friðuð svæði, skógrækt, líffræðilega fjölbreytni, loftslagsaðlögun og endurheimt vistkerfa.
Starfsmaður
