Verkefnið tekur til þróunar, undirbúnings og opnunar Vestfjarðaleiðarinnar og stuðla með því að lengingu ferðamannatímabilsins og auka þannig arðbærni ferðaþjónustunnar á svæðinu. Vestfjarðaleiðin snýst ekki um að keyra Vestfjarðahring á sem skemmstum tíma, heldur að stoppa, njóta og upplifa. Þá er horft til þess að tengja vestfirskan mat og matarupplifun inn í ferðalagið.
Vestfjarðastofa hefur umsjón með verkefninu og hefur ráðið til sín breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail sem hefur komið að þróun ýmissra ferðamannaleiða meðal annars Arctic Coast Way á Norðurlandi og Wild Atlantic Way á Írlandi.
Í byrjun september 2019 voru haldnar þrjár vinnustofur með hagsmunaaðilum og voru þær haldnar á Ísafirði, Patreksfirði og í Dölunum. Voru fundargestir þar látnir skilgreina helsta aðdráttarafl og upplifanir sem fylgja leiðinni. Mikið var rætt um helstu náttúruperlur Vestfjarða og þá afþreyingarmöguleika sem eru fyrir hendi.
Í október 2020 opnuðu Dýrafjarðargöng og samhliða því varð Vestfjarðaleiðin að raunveruleika. Enn er unnið að þróun og kynningu á ferðamannaleiðinni.
Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára, en jafnframt fékk verkefnið styrk sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar.
Heimasíða
Vestfjarðaleiðin
Opið er fyrir skráningu