Hér eru upptökur af ýmsum málþingum, erindum og fundum sem Vestfjarðastofa hefur haldið.
Árið 2025
Forvitnir frumkvöðlar er fyrirlestraröð landshlutasamtakanna. Arnar Sigurðsson hjá Austan mána reið á vaðið með fyrirlestur um frumkvöðlaferlið þann 7. janúar 2025.
Árið 2024
Málþingið Af hverju orkuskipti: Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga var haldið var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. febrúar 2024
Kynning á drögum að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða og drögum að markmiðum og áherslum Sóknaráætlunar Vestfjarða. Hrafnkell Proppé og Héðinn Unnsteinnson frá Urbana. Kynnt á Fjórðungsþingi að vori 10. apríl 2024
Árið 2023
68. Fjórðungsþing Fjórðungssamband Vestfirðinga að hausti var haldið í Bolungarvík 6.-7. október 2023
Árið 2022
Vestfjarðastofa fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga hélt fjarfund fimmtudaginn 27. janúar 2022 þar sem kynnt var jarðgangnaáætlun fyrir Vestfirði og samfélagsgreining vegna jarðgangna sem unnin var af KPMG.
Vestfjarðastofa fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga hélt málþing um orkumál á Vestfjörðum 6. apríl 2022
Fundur ráðherra ferðamála með ferðaþjónum á Vestfjörðum 10. nóvember 2022. Fundurinn var haldinn í beinu streymi á facebook.
Árið 2021