Fara í efni

Innviðir

Innviðir
Traustir innviðir eru grundvöllur vaxtar í höfuðatvinnugreinum. Vestfjarðastofa tengist og vinnur að uppbyggingu innviða á mörgum sviðum, meðal annars orkumálum, samgöngumálum og ferðaþjónustu. Vestfjarðastofa sinnir greiningar- og stefnumótunarvinnu fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum. 

Innan vébanda Fjórðungssambands Vestfirðinga er starfandi fastanefnd um samgöngumál og fjarskipti, er þar meðal annars sett fram sameiginleg sýn Vestfirðinga í samgöngumálum og uppbyggingu innviða. Samgöngu- og fjarskiptastefna Vestfjarða er grundvöllur sóknar í samgöngumálum og sáttar um forgangsröðun verkefna.

Uppbygging innviða er eitt mikilvægasta hagsmunamál svæðisins. Vestfjarðastofa vinnur að hagsmunagæslu á því sviði. 

Á árinu 2020 hófst vinna að gerð Innviðaáætlun Vestfjarða. Innviðaáætlun samanstendur af samgönguáætlun, jarðgangaáætlun, raforkuáætlun og fjarskiptaáætlun. 

Tengdar fréttir