Áratugum áður hafði drifkraftur í uppbyggingu flutningskerfis raforku verið stórar virkjanaframkvæmdir og eða verkefni á sviði stóriðju. Gátu stjórnvöld og eða fyrirtæki í eigu ríkisins beitt sér marktækt að veita þeim brautargengi. Hliðaráhrif þessara verkefna var að landshlutinn fékk aukið afhendingaröryggi raforku og þannig „sjálfkrafa“ treyst grundvöll fyrir uppbyggingu samfélaga og atvinnulífs.
Á Vestfjörðum hafa slík orkutengd verkefni ekki komið til og landshlutinn hefur því ekki forgjöf sem hafa stuðlað að auknu afhendingaröryggi líkt og í öðrum landshlutum. Þessi staða hefur verði mjög hamlandi fyrir framþróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum m.a. haft áhrif á launaþróun og komið í veg fyrir fjárfestingu innan landshlutans.
Staða orkuframleiðslu á Vestfjörðum hefur raun lítið breyst á undanförnum áratugum. Virkjað vatnsafl á Vestfjörðum var á árinu 2017 um 23 MW með framleiðslu um 115 GWh á ári. Orkuþörf svæðisins var á árinu 2017, 247,7 GWh, aflþörf fer eftir árstíðum og getur verið allt að 40 MW yfir veturinn.
Aukin eftirspurn er eftir raforku á Vestfjörðum í tengslum m.a. við fiskeldi og vinnslu kalkþörungasets. Í skýrslu Eflu - verkfræðistofu um mat á orkuþörf sviðsmynda um mögulega þróun atvinnu og mannlífs á Vestfjörðum árið 2035. Metið er sem svo að raforkuþörf á Vestfjörðum geti verið rúmlega 60% meiri en Orkuspánefnd sem spáir fyrir um og er m.a. lögð til grundvallar tillögu Landsnets að Kerfisáætlun 2020-2029
Áætlaður kostnaður vegna uppbyggingar samkeppnishæfs flutningskerfis á Vestfjörðum er 10–20 milljarðar króna. Atvinnustefna, sem byggir á hægfara aukningu og fjölbreyttri starfsemi, mun greiða fyrir uppbyggingu á löngum tíma eftir því sem orkukaup aukast. Í millitíðinni yrði að koma hækkun flutningsgjalda á raforku og það hefur mætt andstöðu orkufyrirtækja og dreifingaraðila m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefni í orkumálum eru því viðamikil og skipta má þeim í þrennt;
- að gera úrbætur á svæðisbundnu flutningskerfi (>66 KV) og á almenna dreifikerfinu, en ástand flutnings og dreifkerfi var víða hörmulegt í samanburði við önnur landssvæði.
- að leita leiða til hringtengja flutningskerfi á Vestfjörðum og tryggja betur flutning raforku til Vestfjarða frá landskerfinu
- að leita leiða til að auka orkuframleiðslu innan Vestfjarða en orkuframleiðslan samsvarar.
Nánari upplýsingar má finna margvíslegu efni sem gefið hefur verið út. Skýrsla Eflu-verkfræðistofu hefur hér verið nefnd. Einnig hefur Vestfjarðastofa gefið út minnisblað:
Staðreyndir um raforkumál á Vestfjörðum
Unnið er að uppbyggingu tengipunkts í Ísafjarðardjúpi. Skipað hefur verið verkefnaráð til að fylgja eftir skýrslu Landsnets um málið "Tengipunktur í Ísafjarðardjúpi og tenging Hvalár" sem út kom vorið 2019. Fylgjast má með vinnu verkefnaráðs hér á síðu Landsnets.
Leitast hefur verið eftir að finna leiðir til að auka orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Verkefnið "Smávirkjanir á Vestfjörðum" var áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða árið 2019 og var verkfræðistofan Verkís var fengin til að skoða um 30 - 40 virkjanakosti.
Hægt er að skoða skýrsluna hér
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofa hafa unnið margvíslegar umsagnir í málum er tengjast orkumálum á Vestfjörðum og sjá má þær umsagnir hér á síðunni.