61 umsókn í styrktarsjóð Hafna Ísafjarðarbæjar
Vestfjarðastofa heldur utan um styrktarsjóð Hafna Ísafjarðarbæjar. Markmið með sjóðum er að styrkja og bæta bæjarbraginn og eru í ár 8 milljónir til úthlutunar. Sjóðurinn er að þessu sinni þrískiptur þar sem styrkja skal viðburðahald, samfélags- eða fegrunarverkefni sem efla samfélagið í Ísafjarðarbæ. Sjóðnum var komið á laggirnar í fyrrasumar og þá var aðeins viðburðahald styrkt, en nú er búið að útvíkka reglur sjóðsins og auka úthlutunarfé.
11. apríl 2025