MV í Japan - ferðasaga Sölva
Dagana 26. og 27. febrúar var haldin Skandinavíu-vinnustofa ferðarisans Kuoni Tumlare í Osaka og Tókýó. Markmið vinnustofunnar var að tengja saman ferðaskipuleggjendur og búa til nýjar vörur fyrir Austur-Asíu markað. Kaupendurnir voru ferðaskipuleggjendur frá Japan, Tævan og Kóreu, á meðan seljendur komu frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Alls voru um 200 kaupendur sem sóttu vinnustofuna til að kynna sér vöruframboðið, og þar af átti ég fund með 20 áhugasömum ferðaskipuleggjendum. Fundirnir gengu vonum framar og nú þegar þessi orð eru skrifuð veit ég af fimm ferðum sem eru á teikniborðinu og gætu komið til framkvæmda frá næsta hausti og út árið 2026.
10. mars 2025