MV fundaði með ferðamálastjóra, atvinnuvegaráðuneyti og stoðkerfi ferðaþjónustunnar
Markaðsstofur landshlutana héldu saman á fund Arnars Más Ólafssyni ferðamálastjóra og Ingvars Más Pálssonar skrifstofustjóra viðskipta og ferðamála í síðustu viku. Markmið fundarins vara að skerpa á samstarfinu og mikilvægi markaðsstofa landshlutanna í stoðkerfinu. Forsvarsfólk markaðsstofanna er tenging stoðkerfis ferðamála út á land og ein besta leið fyrir þá sem starfa innan þess til að heyra raddir landsbyggðarinnar.
05. febrúar 2025