Fara í efni

Sjávarútvegur

Sjávarútvegur
Sjávarútvegur er ráðandi atvinnugrein á Vestfjörðum og áberandi í umræðu um byggðamál fjórðungsins. Sú umræða hefur að mestu snúist um að skoða þróun á kvóta, afla, áhrif kvótakerfisins og hugsanlegar breytingar á því.

Nýsköpun og atvinnuþróun tengd sjávarútvegi er lykilþáttur í samkeppnishæfni Vestfjarða og eru öflug nýsköpunarfyrirtæki eins og Ístækni og Kerecis þar góðar fyrirmyndir. 

Í starfi sínu leggur Vestfjarðastofa mikla áherslu á atvinnuþróun, nýsköpun og hagsmunabaráttu tengda sjávarauðlindinni en verkefnastjóri Vestfjarðastofu stýrir einnig Sjávarútvegsklasa Vestfjarða.

Starfsmaður verkefnis

Guðrún Anna Finnbogadóttir
Teymisstjóri - Atvinnu- og byggðaþróun

Tengdar fréttir