Hafsjór af hugmyndum styrkir spennandi verkefni
Sjávarútvegsklasi Vestfjarða í gegnum Hafsjó af hugmyndum hefur úthlutað styrkjum að heildarupphæð 2.8 milljón króna til verkefna háskólanema. Þetta er í fimmta sinn sem styrkjum er úthlutað og það er alltaf spennandi að sjá umsóknirnar sem berast og hversu fjölbreytt verkefnin eru. Ný tækifæri, vistfræði, umhverfisáhrif og tækninýjungar er meginþemað í ár og áhugavert að sjá hvernig þau þróast.
22. janúar 2025