Verkefni um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar með tilliti til byggðaþróunar og sjálfbærrar nýtingar.
Í mars 2022 skipaði umhverfis-orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stýrihóp sem falið var að greina verndargildi verndarsvæðis Breiðafjarðar og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf. Greining stýrihópsins skyldi leiða til tillögu um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
Áður hafði ráðuneytið í samvinnu við Breiðafjarðarnefnd, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi haft verndun Breiðafjarðar og tengsl verndunarinnar við byggðaþróun til skoðunar á grundvelli aðgerða Byggðaáætlunar C9, Náttúruvernd til eflingar byggðaþróunar.
Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið (áður umhverfis- og auðlindaráðuneytið) gerði verksamning við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun. Verksamningurinn sem er mjög ítarlegur varð hryggjarstykkið í vinnu stýrihóps að verkefninu.
Í stýrihópnum sitja:
Sigríður Finsen, formaður
Steinar Kaldal, sérfræðingur í umhverfis- orku- og loftslagráðuneytinu
Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar
Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá innviðaráðuneytinu
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga
Sveinn Kári Valdimarsson, sérfræðingur hjá Matvælaráðuneytinu
Þórarinn Örn Þrándarson, sérfræðingur menningar- og viðskiptaráðuneytið
Starfsmaður frá Náttúrustofu Vesturlands, Jakob Johann Stakowski, starfaði tímabundið með stýrihópnum
Í tengslum við verksamninginn við ráðuneytið var skipaður samráðshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga við Breiðafjörð.
Samráðshópinn skipa:
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Reykhólahreppi
Björn Bjarki Þorsteinsson , sveitarstjóri Dalabyggð
Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, Grundarfirði
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, Snæfellsbæ
Starfsmaður verkefnis
Tengd skjöl
Breiðafjarðarskýrsla (júní 2024)
Íbúafundir Breiðafjarðarverkefnis samantekt (apríl 2024)
Drög að tillögum stýrihóps (mars 2024)
Stöðugreining Breiðafjarðarsvæðis (júní 2023)
Hagrænt virði Breiðafjarðar (desember 2023)
Áfangaskýrsla stýrihóps Breiðafjarðarverkefni (júní 2023)
Sviðsmyndagreining KPMG (mars 2023)