Fara í efni

Sterkar Strandir

Sterkar Strandir
Sterkar Strandir er byggðaþróunarverkefni í Strandabyggð sem rekið er undir merkjum "Brothættra byggða" og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. 

Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2020-2024 og er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Verkefnið er ætlað byggðarlögum sem glímt hafa við viðvarandi fólksfækkun, fækkun atvinnutækifæra og það að atvinnulíf og þjónusta hafa veikst.  Verkefnið er samstarfsverkefni heimamanna, Strandabyggðar, Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. 

Verkefninu lauk í lok árs 2024

lokaskýrsla verkefnisins má finna hér til hliðar

Framtíðarsýn og markmið og Samantekt íbúaþings.