Fara í efni

Ísafjarðarbær - Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Störf í boði

Ísafjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 100% starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í ört vaxandi sveitarfélagi.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vinnur að uppbyggingu íþróttamála í bæjarfélaginu og vinnur náið með aðildarfélögum HSV að framgangi íþróttagreina. Hann kemur að því að skapa gott umhverfi fyrir öfluga íþrótta-, tómstunda- og forvarnarstarfsemi og tryggja öflug tengsl milli bæjarfélagsins og hagsmunahópa á þessu sviði svo sem íþróttafélög, unglinga og foreldra þeirra. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfar á skóla- og tómstundasviði bæjarins og næsti yfirmaður er sviðsstjóri.

Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Yfirumsjón með málaflokknum í umboði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar
  • Umsjón og eftirlit með samningum Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál og framkvæmd þeirra
  • Samskipti við forstöðumenn íþróttamannvirkja
  • Umsjón með starfi og skipulagningu vinnuskóla
  • Undirbýr fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar í samvinnu við aðra starfsmenn
  • Samskipti við íþróttafélögin / aðildarfélög HSV og aðra sem koma að íþróttastarfi
  • Yfirumsjón með verkefninu Heilsueflandi samfélag
  • Úthlutar tímum í íþróttamannvirkjum í samstarfi við formenn félaga
  • Skipulagning dagatala v. mótahalds og breytingar á þeim
  • Umsjón með íþróttaskóla
  • Samskipti við sérsamböndin, UMFÍ og ÍSÍ
  • Vera stjórn HSV innan handar, mætir á stjórnarfundi þegar þess er óskað

Menntun og hæfni:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi kostur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Góð þekking á íþróttamálum og ástríða fyrir íþróttum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
  • Jákvæðni, rík þjónustulund og sveigjanleiki
  • Góð almenn tölvukunnátta ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður

Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs í gegnum tölvupóst (hafdisgu@isafjordur.is) eða í síma 450-8000.

Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2024. Umsóknir, afrit af prófskírteinum, ferilskrá og kynningarbréf skulu sendar til mannauðsstjóra á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-