Fara í efni

Kærunefnd útlendingamála — Lögfræðingar

Störf í boði

Kærunefnd útlendingamála óskar eftir að ráða lögfræðinga til starfa tímabundið í 12 mánuði.

Hlutverk kærunefndar útlendingamála er að úrskurða í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli laga um útlendinga nr. 80/2016. Stærsti málaflokkur nefndarinnar varðar umsóknir um alþjóðlega vernd en nefndin úrskurðar einnig í dvalarleyfismálum, málum tengdum brottvísunum, frávísunum og vegabréfsáritunum.

Kærunefnd útlendingamála er metnaðarfullur vinnustaður með öflugt teymi starfsmanna og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Möguleiki er á að sinna starfinu án staðsetningar. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Undirbúningur og ritun úrskurða.

Hæfniskröfur

  • Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða grunn- og meistarapróf

  • Þekking á löggjöf um dvalarleyfi útlendinga og/eða á flóttamannarétti æskileg

  • Góð þekking á stjórnsýslurétti og reynsla af úrskurðarvinnu innan stjórnsýslunnar æskileg

  • Gott vald á íslensku, sérstaklega hvað varðar framsetningu lögfræðilegrar röksemdafærslu

  • Góð þekking á ensku

  • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg

  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandii uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst óháð staðsetningu.

Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2024

Nánari upplýsingar veitir

Valgerður María Sigurðardóttir, postur@knu.is

Sækja um starf