Fara í efni

Sérkennslu­stjóri - Araklettur Patreksfirði

Störf í boði

Leitað er að sérskennslu­stjóra til starfa á Arakletti á Patreks­firði í 50% starf.

Araklettur er þriggja deilda leikskóli fyrir börn frá 14 mánaða – 6 ára. Við vinnum með Uppeldi til ábyrgðar sem okkar uppeldis- og agastefna. Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.

Leikskólinn byggir einnig starf sitt á kenningum John Dewey um að læra af reynslunni, þar sem börnin eru virkir þátttakendur í skipulagningu og framkvæmd leikskólastarfsins. Leikurinn er náms- og þroskaleið barnsins og er mikilvægt að leiknum sé gefinn góður tími og nægt rými í leikskólanum til að þróast.

Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, gleði og vinátta.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur metnað fyrir starfinu. Eitt meginverkefni sérkennslustjóra er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
  • Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim.
  • Miðlar fræðslu til starfsmanna er tengist sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsnám í sérkennslufræðum eða öðru sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Frumkvæði í starfi, jákvæðni, sjálfstæð vinnubrögð og samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta